Erlent

Grímuskyldu komið á í fjölförnum svæðum Parísar

Andri Eysteinsson skrifar
Bir Haken brúin í París.
Bir Haken brúin í París.

Frá og með mánudeginum verður Parísarbúum skylt að klæðast andlitsgrímum á meðan þeir ferðast í gegnum ákveðin fjölfarin svæði höfuðborgarinnar. Líkt og hér á landi hefur faraldur kórónuveirunnar sótt í sig veðrið á undanförnum vikum í Frakklandi.

Tilskipunin, sem tekur gildi eftir helgi, tekur til allra yfir ellefu ára aldri en ekki hefur verið greint nákvæmlega frá því um hvaða borgarhluta ræðir. Þá verður staðsetning grímuskyldra svæða í stanslausri skoðun yfirvalda.

Þegar hefur grímuskylda verið sett á í lokuðum rýmum en í gær greindust 2.288 með COVID-19 og er það hæsti fjöldi nýsmitaðra í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Alls hafa um 235.000 tilfelli veirunnar greinst í Frakklandi og yfir 30 þúsund manns látist af völdun hennar.

Í yfirlýsingu yfirvalda í París sagði að hlutfall jákvæðra sýna í Parísarborg væri yfir meðaltali í landinu öllu. 2,4% samanborið við 1,6%, að jafnaði væru 400 manns að greinast með veiruna á hverjum degi í höfuðborginni, flestir á þrítugsaldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.