Erlent

Á­tján látnir eftir flug­slysið í Ind­landi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Vélin klofnaði í tvennt og eru tveir flugmenn á meðal látinna.
Vélin klofnaði í tvennt og eru tveir flugmenn á meðal látinna. EPA

Hið minnsta átján eru látnir og um þrjátíu alvarlega slasaðir eftir flugslysið í Kerala-héraði í suðurhluta Indlands í gær.

190 manns voru um borð í Boeing 737 flugvél Air India Express þegar hún rann út af flugbrautinni eftir lendingu en vélin var á leið frá Dúbaí. Vélin klofnaði í tvennt og eru tveir flugmenn á meðal látinna.

Samkvæmt frétt CNN var mikil rigning og hafnaði vélin rétt utan flugbrautar. Haft er eftir yfirmanni flugmála í Indlandi að vélinni hafði áður verið snúið við rétt fyrir lendingu vegna slæmra skilyrða en síðan komið aftur til lendingar með fyrrgreindum afleiðingum.

Flugferðin var skipulögð af indverskum stjórnvöldum og var hluti viðbragðsáætlunar vegna kórónuveirufaraldursins. Um borð voru indverskir ríkisborgarar sem höfðu verið strandaglópar í útlöndum vegna veirunnar.

Mikil mildi þykir að ekki hafi kviknað í vélinni þannig að unnt var að bjarga farþegum úr vélarflakinu. Málið er í rannsókn.


Tengdar fréttir

Sextán látnir eftir slys á indverskum flugvelli

Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa farist þegar farþegaþota Air India Express rann út af flugbraut og brotnaði í tvennt í Calicut á sunnanverðu Indlandi í dag. Björgunarstarf stendur enn yfir á slysstað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×