Erlent

Evrópa býr sig undir aðra hita­bylgju

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirvöld í fjölda Evrópuríkja hafa varað fyrir þeim mikla hita sem væntanlegur er um helgina.
Yfirvöld í fjölda Evrópuríkja hafa varað fyrir þeim mikla hita sem væntanlegur er um helgina. Getty

Fólk á meginlandi Evrópu býr sig nú undir aðra hitabylgju. Búist er við að heitast verði á Spáni þar sem reiknað er með að hitinn nái 40 stigum um helgina.

Yfirvöld í Frakklandi hafa sömuleiðis varað við hitabylgjunni og hafa hvatt eldri borgara til að halda sig í loftkældum rýmum. Sömuleiðis er búist við sambærilegu veðri í Þýskalandi og Belgíu.

Í Ítalíu hafa yfirvöld fyrirskipað 75 manns, aðallega ferðamönnum, að yfirgefa hús undir Planpincieux-jöklinum við Mont Blanc þar sem hætta sé talin á að jökullinn gefi sig vegna mikilla hlýinda og hlaupi niður dalinn við þorpið Courmayeur.

Vísindamenn fylgjast nú náið með jöklinum sem er í 2.600-2.800 metra hæð og um 500 þúsund rúmmetrar að rúmmáli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.