Enski boltinn

„Viljum að börnin geti farið aftur í skólann og það er mikil­vægara“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola gefur skipanir á æfingu City í síðustu viku.
Guardiola gefur skipanir á æfingu City í síðustu viku. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hlakkar til að fá áhorfendur aftur á völlinn en segir að krökkum eigi fyrst að vera hleypt í skólann á ný.

Það verða engir áhorfendur á síðari leik Man. City og Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en síðari leikur liðanna er fram á Etihad.

City er með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn þar sem 75 þúsund manns horfðu á en í kvöld verða engir stuðningsmenn á pöllunum.

„Ég held að allir atvinnumennirnir, bæði leikmenn og þjálfarar, sakni áhorfendanna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundinum fyrir leikinn mikilvæga í kvöld.

„En svona er raunveruleikinn. Við höfum aðlagast nú þegar en vonandi munum við leika fyrir framan áhorfendur bráðlega. Ef það gerist, þá verður það að vera öruggt fyrir alla, ekki bara okkur.“

„Við viljum að börnin komist aftur í skólann sem fyrst og það er mikilvægara en að fólk komi aftur á völlinn.“

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.