Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 23:31 Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu. Aldrei áður hefur fyrrverandi hátt settur embættismaður sakað Salman um að beita andófsfólk kúgun og ofbeldi. Vísir/EPA Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42