Erlent

Vopnaður maður tók fólk í gíslingu í banka

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá hafnarborginni Le Havre í Normandí á norðurströnd Frakklands.
Frá hafnarborginni Le Havre í Normandí á norðurströnd Frakklands. Vísir/Getty

Umsátursástand er nú í borginni Le Havre í Frakklandi þar sem vopnaður maður tók sex manns í gíslingu í banka. Maðurinn er talinn hafa tengsl við samtök íslamista og sprengjusérfræðingar hafa verið sendir á staðinn.

Reuters-fréttastofan segir að gíslatökumaðurinn hafi sleppt fimm manns en haldi einum enn í gíslingu. Heimildir hennar herma að gíslatökumaðurinn sé 34 ára gamall og á eftirlitslista öryggisstofnana í Frakklandi. Yfirmaður sambands lögreglumanna segir að maðurinn sé talinn glíma við alvarleg geðræn vandamál og hafi hneigst til öfgahyggju.

Sérsveit lögreglu er á staðnum og var teymi sprengjusérfræðinga einnig kallað út. Gíslatökumaðurinn er sagður vopnaður skammbyssu. Svæði í kringum Bred-bankann var girt af en hann stendur við breiðstræti í miðborg Le Havre.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×