Íslenski boltinn

Keke snýr aftur til Ólafsvíkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Keke í leik með Víking Ó. gegn Víking R. sumarið 2018.
Keke í leik með Víking Ó. gegn Víking R. sumarið 2018. Vísir/Daníel

Víkingur Ólafsvík hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni í fótbolta. 

Emmanuel Eli Keke er mættur aftur til landsins og mun leika með liðinu út leiktíðina hið minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér fyrr í kvöld.

Keke hefur verið búsettur í Gana undanfarna sex mánuði en hann sleit krossbönd í hné á síðasta ári. Hann ætlaði að ganga til liðs við Víking fyrir tímabilið en kórónufaraldurinn hefur sitt strik í reikninginn. Keke lék með Víkingum sumarið 2018 og var átti góðu gengi að fagna, var hann valinn leikmaður ársins hjá félaginu það sumarið.

Keke er 25 ára gamall og hefur alls leikið 40 leiki í deild og bikar fyrir Víkinga. Hefur hann skorað fjögur mörk á þeim tíma.

Það er töluvert af breytingum í Ólafsvík þessa dagana en Jón Páll Pálmason var látinn taka poka sinn nývrið og í hans stað kom Guðjón Þórðarson. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.