300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 10:13 Sprengingin var gríðarlega kraftmikil og fundust skjálftar hennar vegna á Kýpur, sem er í um 200 kílómetra fjarlægð. AP/Hussein Malla Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. Marwan Abboud, ríkisstjóri héraðsins sem Beirút er í, segir að skemmdir hafi orðið á um helmingi bygginga í borginni allri. Minnst hundrað manns eru dánir og þúsundir slösuðust í sprengingunni. Nánast öruggt er að tala látinna muni hækka þar sem björgunarstörf standa enn yfir og talið er að fólk hafi grafist í húsarústum. Margra er saknað. Útlit er fyrir að sprengingin hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu við höfn Beirút. Eldurinn mun svo hafa borist í ammóníum nítrat, sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. Sjá einnig: Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við og fóru yfir myndbönd af sprengingunni segja þau styðja við að um ammóníum nítrat hafi verið að ræða. Fjölmörg myndbönd af sprengingunni má sjá í fréttinni frá því í gær. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Skaðinn á höfn Beirút er gífurlega mikill og hafa þegar vaknað áhyggjur um það hvort aðrar hafnir landsins geti séð um út- og innflutning nauðsynja. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru um 80 prósent af korni sem íbúar Líbanon neyta innflutt. Þar að auki voru um 85 prósent þeirra kornbirgða sem til voru í landinu geymdar á hafnarsvæðinu og eru nú taldar ónýtar. Hasssan Diab, forsætisráðherra, kallaði í eftir hjálp annarra ríkja í sjónvarpsávarpi í gær. Hér að neðan má sjá tíst frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Stærðarinnar gígur myndaðist þar sem sprengingin varð en stór hluti kornbirgða Líbanon var geymdur í byggingunni sem stendur við gíginn. What yesterday was a port is today a crater. pic.twitter.com/17UkiD2dtj— Carl Bildt (@carlbildt) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. Marwan Abboud, ríkisstjóri héraðsins sem Beirút er í, segir að skemmdir hafi orðið á um helmingi bygginga í borginni allri. Minnst hundrað manns eru dánir og þúsundir slösuðust í sprengingunni. Nánast öruggt er að tala látinna muni hækka þar sem björgunarstörf standa enn yfir og talið er að fólk hafi grafist í húsarústum. Margra er saknað. Útlit er fyrir að sprengingin hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu við höfn Beirút. Eldurinn mun svo hafa borist í ammóníum nítrat, sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. Sjá einnig: Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við og fóru yfir myndbönd af sprengingunni segja þau styðja við að um ammóníum nítrat hafi verið að ræða. Fjölmörg myndbönd af sprengingunni má sjá í fréttinni frá því í gær. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Skaðinn á höfn Beirút er gífurlega mikill og hafa þegar vaknað áhyggjur um það hvort aðrar hafnir landsins geti séð um út- og innflutning nauðsynja. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru um 80 prósent af korni sem íbúar Líbanon neyta innflutt. Þar að auki voru um 85 prósent þeirra kornbirgða sem til voru í landinu geymdar á hafnarsvæðinu og eru nú taldar ónýtar. Hasssan Diab, forsætisráðherra, kallaði í eftir hjálp annarra ríkja í sjónvarpsávarpi í gær. Hér að neðan má sjá tíst frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Stærðarinnar gígur myndaðist þar sem sprengingin varð en stór hluti kornbirgða Líbanon var geymdur í byggingunni sem stendur við gíginn. What yesterday was a port is today a crater. pic.twitter.com/17UkiD2dtj— Carl Bildt (@carlbildt) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49
Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent