Enski boltinn

Nýtt brot úr Amazon þáttunum um Totten­ham: „Ég heiti José - allir bera þetta rangt fram!“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho í æfingagallanum á æfingasvæði Tottenham.
Mourinho í æfingagallanum á æfingasvæði Tottenham. vísir/getty

Stuttar klippur úr þáttum Amazon um tímabilið hjá Tottenham halda áfram að koma út og í gær var það stikla af þjálfaranum José Mourinho.

Amazon hefur fylgt Tottenham á þessu tímabili en tímabilið hefur verið ansi dramatískt og hefur m.a. verið skipt um þjálfara.

„Allir bera nafnið mitt rangt fram. Allir kalla mig José. Ég er ekki José. Ég er José,“ sagði Portúgalinn og breytti framburðinum á Jose í síðasta skiptið sem hann bar það fram.

Mourinho er sjálfur ekki hrifinn af þáttunum. Hann ætlar ekki að horfa á þá þegar þeir koma út og segist ekki líka að vera í „Big Brother.“

Ekki hefur verið gefið út hvenær þátaröðin kemur út en það er ljóst að hún verður ansi áhugaverð.

Brottrekstur Mauricio Pochettino, óvænt ráðning Mourinho, kórónuveirufaraldurinn, hlaup Eric Dier upp í stúku og margt, margt fleira mun koma fram í þáttunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.