Tugir farþega norsks skemmtiferðaskips smitaðir Andri Eysteinsson skrifar 3. ágúst 2020 16:49 MS Roald Amundsen er nefnt eftir norska landkönnuðinum sem var sá fyrsti til að ná Suðurpólnum. Getty/Hinrich Bäsemann Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi. Rekstraraðili skipsins, Hurtigruten, segir að hundruð farþega sem voru um borð í skipinu séu nú í sóttkví og bíði niðurstöðu úr skimun fyrir veirunni. „Staðan er mjög alvarleg. Við höfum ekki staðið okkur nægilega vel og höfum gert mistök,“ sagði forstjóri fyrirtækisins í yfirlýsingu Hurtigruten vegna málsins. Ekki hafi verið fylgt reglum sem Hurtigruten hafi sett sér og því sé það eina í stöðunni að hætta öllum siglingum félagsins. Skipið var á leið í vikuferð til Svalbarða þegar fjórir áhafnarmeðlimir greindust með veiruna þegar komið var til hafnar í Tromsø. Síðar greindust 32 áhafnarmeðlimir til viðbótar með kórónuveirusmit og enn sem komið hafa sýni úr fimm farþegum skilaði jákvæðu svari á kórónuveiruprófi. Um 180 farþegum var hleypt frá borði við komuna til Tromsø og setti það strik í reikning heilbrigðisyfirvalda. Yfirvöld hafa þó náð á alla farþegana og sæta þeir nú tíu daga sóttkví. Búist er við því að fleiri smit muni greinast í tengslum við MS Roald Amundsen að sögn norska yfirvalda. Þá er lögreglurannsókn hafin vegna málsins. Haft er eftir lögreglunni að rík ástæða sé til þess að rannsaka málið. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stöðva að farþegar skemmtiferðaskipa með yfir 100 farþega fái ekki að fara frá borði á næstu 14 dögum. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi. Rekstraraðili skipsins, Hurtigruten, segir að hundruð farþega sem voru um borð í skipinu séu nú í sóttkví og bíði niðurstöðu úr skimun fyrir veirunni. „Staðan er mjög alvarleg. Við höfum ekki staðið okkur nægilega vel og höfum gert mistök,“ sagði forstjóri fyrirtækisins í yfirlýsingu Hurtigruten vegna málsins. Ekki hafi verið fylgt reglum sem Hurtigruten hafi sett sér og því sé það eina í stöðunni að hætta öllum siglingum félagsins. Skipið var á leið í vikuferð til Svalbarða þegar fjórir áhafnarmeðlimir greindust með veiruna þegar komið var til hafnar í Tromsø. Síðar greindust 32 áhafnarmeðlimir til viðbótar með kórónuveirusmit og enn sem komið hafa sýni úr fimm farþegum skilaði jákvæðu svari á kórónuveiruprófi. Um 180 farþegum var hleypt frá borði við komuna til Tromsø og setti það strik í reikning heilbrigðisyfirvalda. Yfirvöld hafa þó náð á alla farþegana og sæta þeir nú tíu daga sóttkví. Búist er við því að fleiri smit muni greinast í tengslum við MS Roald Amundsen að sögn norska yfirvalda. Þá er lögreglurannsókn hafin vegna málsins. Haft er eftir lögreglunni að rík ástæða sé til þess að rannsaka málið. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stöðva að farþegar skemmtiferðaskipa með yfir 100 farþega fái ekki að fara frá borði á næstu 14 dögum.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira