Norwich vill vera stór fiskur í þeirri litlu tjörn sem Ísland er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2020 10:00 Ágúst Eðvald Hlynsson - leikmaður Víkings - í leik með Norwich City gegn Tottenham Hotspur. Vísir/Norwich Eftir stutt stopp í ensku úrvalsdeildinni mun Norwich City leika í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Liðið átti ekki viðreisnarvon og sat á botni úrvalsdeildarinnar nánast frá fyrstu umferð. Liðið hefur undanfarin ár horft hýru auga til Íslands í leit að efnilegum leikmönnum, en af hverju? Sem stendur er einn Íslendingur á mála hjá félaginu, Ísak Snær Þorvaldsson. Hann er á láni hjá St. Mirren að svo stöddu en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Atli Barkarson – leikmenn Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deildinni – hafa báðir verið á mála hjá Norwich. Ísak Snær í leik með Norwich City.Vísir/Norwich Chris Lakey, blaðamaður Eastern Daily Press í Bretlandi, fór yfir stöðu mála og ástæður þess að Norwich sækist jafn mikið í íslenska leikmenn og raun ber vitni. Þar segir að Gregg Broughton, sem tók við leikmannamálum akademíu liðsins ársins 2012, hafi horft til Íslands vegna þess hve margir atvinnumenn í fótbolta kæmu frá landinu miðað við höfðatölu. Einnig segir að íslenskir leikmenn eigi auðvelt með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Norwich áttu líka möguleika á að vera stór fiskur í lítilli tjörn þegar kemur að íslenskum markaði. Ef þeir ætluðu að herja á Frakkland til að mynda þá væru þeir að leita að nál í heystakki og ef þeir myndu finna téða nál þá væru stórlið Evrópu þegar á eftir henni. Norwich taldi sig líka góðan stað fyrir leikmenn sem væru að taka sín fyrstu skref þar sem liðið er ekki staðsett í stórborg. Að fara frá Reykjavík til Lundúna eða Birmingham gæti ef til vill verið full stórt stökk fyrir unglinga í kringum 16 ára aldurinn en það var sá aldur sem Broughton var helst að leita í. How did so many young Icelanders end up in Norwich?An extract from #AgainsttheElements appeared in @EDP24 earlier this month. pic.twitter.com/HEA1B5einM— Against the Elements (@ATEIceland) July 29, 2020 Broughton sá til þess að leikmenn eins og James Maddison [nú hjá Leicester City] og Max Aarons [sem hefur verið orðaður vð stærri lið] fengu tækifæri í byrjunarliði Norwich. Hann er þó ekki lengur í starfi sínu hjá Norwich en Broughton fluttist með fjölskyldu sína til Noregs. Þar starfar hann sem yfirmaður akademíu Bodø/Glimt. Íslenski hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted leikur með aðalliði félagsins sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Maddison og Todd Cantwell eru ástæður þess að Ágúst Eðvald fékk ekki fleiri tækifæri hjá Norwich samkvæmt Broughton. Þeir spiluðu sömu stöðu og Íslendingurinn svo tækifærin voru af skornum skammti. Þó aðeins sé einn Íslendingur á launaskrá Norwich í dag - og hann sé á láni í Skotlandi - þá leggur vinna Broughton grunn sem gæti hjálpað Norwich þegar fram líða stundir. Mögulega eiga þeir eftir að leita aftur til Íslands þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Öll Íslendingaliðin héldu hreinu Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með liðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi. 1. ágúst 2020 16:00 Þjálfari Ísaks segir hann byggðan eins og skriðdreka Jim Goodwin, þjálfari St. Mirren segir Íslendinginn í herbúðum liðsins – Ísak Snæ Þorvaldsson – byggðan eins og skriðdreka. 1. ágúst 2020 10:15 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Eftir stutt stopp í ensku úrvalsdeildinni mun Norwich City leika í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Liðið átti ekki viðreisnarvon og sat á botni úrvalsdeildarinnar nánast frá fyrstu umferð. Liðið hefur undanfarin ár horft hýru auga til Íslands í leit að efnilegum leikmönnum, en af hverju? Sem stendur er einn Íslendingur á mála hjá félaginu, Ísak Snær Þorvaldsson. Hann er á láni hjá St. Mirren að svo stöddu en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson og Atli Barkarson – leikmenn Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deildinni – hafa báðir verið á mála hjá Norwich. Ísak Snær í leik með Norwich City.Vísir/Norwich Chris Lakey, blaðamaður Eastern Daily Press í Bretlandi, fór yfir stöðu mála og ástæður þess að Norwich sækist jafn mikið í íslenska leikmenn og raun ber vitni. Þar segir að Gregg Broughton, sem tók við leikmannamálum akademíu liðsins ársins 2012, hafi horft til Íslands vegna þess hve margir atvinnumenn í fótbolta kæmu frá landinu miðað við höfðatölu. Einnig segir að íslenskir leikmenn eigi auðvelt með að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Norwich áttu líka möguleika á að vera stór fiskur í lítilli tjörn þegar kemur að íslenskum markaði. Ef þeir ætluðu að herja á Frakkland til að mynda þá væru þeir að leita að nál í heystakki og ef þeir myndu finna téða nál þá væru stórlið Evrópu þegar á eftir henni. Norwich taldi sig líka góðan stað fyrir leikmenn sem væru að taka sín fyrstu skref þar sem liðið er ekki staðsett í stórborg. Að fara frá Reykjavík til Lundúna eða Birmingham gæti ef til vill verið full stórt stökk fyrir unglinga í kringum 16 ára aldurinn en það var sá aldur sem Broughton var helst að leita í. How did so many young Icelanders end up in Norwich?An extract from #AgainsttheElements appeared in @EDP24 earlier this month. pic.twitter.com/HEA1B5einM— Against the Elements (@ATEIceland) July 29, 2020 Broughton sá til þess að leikmenn eins og James Maddison [nú hjá Leicester City] og Max Aarons [sem hefur verið orðaður vð stærri lið] fengu tækifæri í byrjunarliði Norwich. Hann er þó ekki lengur í starfi sínu hjá Norwich en Broughton fluttist með fjölskyldu sína til Noregs. Þar starfar hann sem yfirmaður akademíu Bodø/Glimt. Íslenski hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted leikur með aðalliði félagsins sem trónir á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Maddison og Todd Cantwell eru ástæður þess að Ágúst Eðvald fékk ekki fleiri tækifæri hjá Norwich samkvæmt Broughton. Þeir spiluðu sömu stöðu og Íslendingurinn svo tækifærin voru af skornum skammti. Þó aðeins sé einn Íslendingur á launaskrá Norwich í dag - og hann sé á láni í Skotlandi - þá leggur vinna Broughton grunn sem gæti hjálpað Norwich þegar fram líða stundir. Mögulega eiga þeir eftir að leita aftur til Íslands þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Öll Íslendingaliðin héldu hreinu Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með liðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi. 1. ágúst 2020 16:00 Þjálfari Ísaks segir hann byggðan eins og skriðdreka Jim Goodwin, þjálfari St. Mirren segir Íslendinginn í herbúðum liðsins – Ísak Snæ Þorvaldsson – byggðan eins og skriðdreka. 1. ágúst 2020 10:15 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Öll Íslendingaliðin héldu hreinu Alls hafa þrír Íslendingar verið í eldlínunni með liðum sínum í dag. Eru liðin staðsett í Katar, Skotlandi og Noregi. 1. ágúst 2020 16:00
Þjálfari Ísaks segir hann byggðan eins og skriðdreka Jim Goodwin, þjálfari St. Mirren segir Íslendinginn í herbúðum liðsins – Ísak Snæ Þorvaldsson – byggðan eins og skriðdreka. 1. ágúst 2020 10:15