Fótbolti

Þjálfari Ísaks segir hann byggðan eins og skriðdreka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Snær í leik með U-23 ára liði Norwich City.
Ísak Snær í leik með U-23 ára liði Norwich City. Vísir/Norwich

Jim Goodwin – þjálfari St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni – segir að Íslendingurinn Ísak Snær Þorvaldsson sé byggður eins og skriðdreki. Ísak Snær er á láni hjá St. Mirren frá enska B-deildarliðinu Norwich City.

„Við tókum hann inn sem sóknarþenkjandi miðjumann. Hann hefur spilað í mörgum mismunandi stöðum í gegnum árin en við sjáum hann fyrir okkur á miðjunni. Hann er aðeins 19 ára gamall en hann er með líkamsbyggingu 25 ára karlmanns, hann er byggður eins og skriðdreki,“ sagði Goodwin í viðtali sem birtist í morgun en skoska úrvalsdeildin hefst síðar í dag.

St. Mirren fær Livingston í heimsókn nú klukkan 14:00 og verður forvitnilegt að sjá hvort skriðdrekinn verði í byrjunarliði heimamanna.

„Norwich metur hann mikils. Hann var á láni hjá Fleetwood Town á síðustu leiktíð og ég þekki nokkra leikmenn þar. Hann fær hæstu meðmæli frá þeim öllum,“ sagði Goodwin einnig.

Ísak Snær verður á láni hjá St. Mirren á þessari leiktíð og er því eini Íslendingurinn í skosku úrvalsdeildinni. 


Tengdar fréttir

Ísak Snær til St. Mirren á láni

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Norwich City, mun spila með skoska úrvalsdeildarfélaginu St. Mirren á næstu leiktíð en hann kemur á láni frá Norwich.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.