Pólsk yfirvöld sögð undirbúa ritskoðun fjölmiðla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 17:07 Jarosław Kaczyński, leiðtogi Laga og réttlætisflokksins, undirbýr nú innleiðingu nýrra laga sem takmarka ritstjórnarfrelsi fjölmiðla. EPA/Wojtek Jargilo Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. Fréttamenn án landamæra (e. Reporters Without Borders) hafa kallað eftir því að Þýskaland, sem nú fer með forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er jafnframt eitt helsta samstarfsland Póllands, grípi til aðgerða. Andrzej Duda, forseti Póllands.EPA/TOMASZ WASZCZUK Andrzej Duda, forseti Póllands sem fór naumlega með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum, virðist hafa lofað Jarosław Kaczyński, leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti, að ný fjölmiðlastefna ríkisstjórnarinnar muni ná fram að ganga í fyrsta viðtalinu sem Kaczyński gaf eftir kosningar. Samkvæmt nýjum lögum um að fjölmiðlafyrirtæki skulu vera í eigu Pólverja geta erlendir fjárfestar aðeins átt 15 til 30 prósenta hlut í pólskum fjölmiðlum. Þá mun hluti laganna einnig takmarka það hve marga miðla hvert fjölmiðlafyrirtæki getur rekið. Kaczyński sagði fyrri hluta aðgerðanna tryggja að fleiri fjölmiðlar sýndu heiminn á „sannari hátt“ og að síðari hlutinn væri til þess fallinn að samkeppnislög samræmdust frekar evrópskri löggjöf. Að sögn Fréttamanna án landamæra er hið rétta markmið að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sem eru, í það minnsta enn í dag, sjálfstæðir. Að sögn leiðtoga stjórnarflokksins ættu „pólskir fjölmiðlar að vera pólskir,“ vegna þess, samkvæmt þeirra kenningu, að „Þjóðverjarnir“ höfðu áhrif á forsetakosningarnar. Fjölmiðlar án landamæra segja þetta vera skot á þýsk-svissneska fjölmiðlarisann Ringier Axel-Springer. Ringier Axel-Springer á hlut í pólska dagblaðinu Fakt sem fjallaði um það, á meðan á forsetakosningunum stóð, þegar Duda veitti barnaníðingi uppreist æru. Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38 Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla. Fréttamenn án landamæra (e. Reporters Without Borders) hafa kallað eftir því að Þýskaland, sem nú fer með forsæti Leiðtogaráðs Evrópusambandsins og er jafnframt eitt helsta samstarfsland Póllands, grípi til aðgerða. Andrzej Duda, forseti Póllands.EPA/TOMASZ WASZCZUK Andrzej Duda, forseti Póllands sem fór naumlega með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum, virðist hafa lofað Jarosław Kaczyński, leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti, að ný fjölmiðlastefna ríkisstjórnarinnar muni ná fram að ganga í fyrsta viðtalinu sem Kaczyński gaf eftir kosningar. Samkvæmt nýjum lögum um að fjölmiðlafyrirtæki skulu vera í eigu Pólverja geta erlendir fjárfestar aðeins átt 15 til 30 prósenta hlut í pólskum fjölmiðlum. Þá mun hluti laganna einnig takmarka það hve marga miðla hvert fjölmiðlafyrirtæki getur rekið. Kaczyński sagði fyrri hluta aðgerðanna tryggja að fleiri fjölmiðlar sýndu heiminn á „sannari hátt“ og að síðari hlutinn væri til þess fallinn að samkeppnislög samræmdust frekar evrópskri löggjöf. Að sögn Fréttamanna án landamæra er hið rétta markmið að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla sem eru, í það minnsta enn í dag, sjálfstæðir. Að sögn leiðtoga stjórnarflokksins ættu „pólskir fjölmiðlar að vera pólskir,“ vegna þess, samkvæmt þeirra kenningu, að „Þjóðverjarnir“ höfðu áhrif á forsetakosningarnar. Fjölmiðlar án landamæra segja þetta vera skot á þýsk-svissneska fjölmiðlarisann Ringier Axel-Springer. Ringier Axel-Springer á hlut í pólska dagblaðinu Fakt sem fjallaði um það, á meðan á forsetakosningunum stóð, þegar Duda veitti barnaníðingi uppreist æru.
Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38 Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fundar með pólska sendiherranum vegna Istanbúlsamningsins Ákvörðun Pólverja um að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi fellur í grýttan jarðveg. 28. júlí 2020 19:00
Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25. júlí 2020 17:38
Slíta tengsl við borg sem sagðist laus við hinsegin fólk Yfirvöld í hollensku borginni Nieuwegein, nærri Utrecht, hafa ákveðið að slíta tengslin við pólsku borgina Pulawy vegna skoðana ráðamanna þar á hinsegin fólki. 16. júlí 2020 23:13
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“