Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 15:56 Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, (t.h.) hefur lengi reitt sig á stuðning stjórnvalda í Kreml. Undanfarið hefur hann sakað ríkisstjórn Rússlands undir stjórn Vladímírs Pútín forseta (t.v.) um að ætla að innlima Hvíta-Rússland og heitið því að koma í veg fyrir þau áform. AP/Mikhail Klimentjev/Spútnik Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. Dmitrí Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, fullyrðir að mennirnir séu starfsmenn rússnesks öryggisfyrirtækis sem hafi verið á leiðinni til ótilgreinds lands. Þeir hafi misst af tengiflugi til Istanbúl. Þeir hafi sért ekkert til saka unnið og hafi ekki haft neitt ólöglegt í fórum sínum. Súdönsk mynt fannst í fórum mannanna sem stjórnvöld í Minsk segja að frá rússnesku málaliðaleigunni Wagner. Hún tengist Jevgení Prigozhin, rússneskum auðkýfingi, sem var ákærður fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Wagner er talið hafa sent hundruð málaliða til Líbíu og Austur-Úkraínu. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands til 26, sem sætir nú töluverðri gagnrýni landa sinna í aðdraganda kosninga er talinn reyna að nýta sér handtöku rússnesku málaliðanna í pólitískum tilgangi. Forsetinn hefur lengi reitt sig á aðstoð Rússlands en undanfarið hefur hann streist á móti því að Rússar seilist til aukinna áhrifa í landinu. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar, (f.m.) er eiginkona andófsmanns sem situr í fangelsi. Lögreglan sakar eiginmann hennar um að tengjast rússneskum meintum málaliðum sem voru handteknir í vikunni.AP/Sergei Grits Helstu keppinautum Lúkasjenkó hefur verið bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Annar þeirra var fangelsaður en hinn flúði til Rússlands með börnum sínum. Stjórnarandstaðan hefur því sameinast að baki Svetlönu Tikhanovskayu, eiginkonu fangelsaðs andófsmanns. Lögreglan tilkynnti í gær að hún tengdi meintu málaliðana frá Rússlandi við eiginmann Tikhanovskayu í rannsókn hennar á undirbúningi fyrir meintar „fjöldaóeirðir“, að sögn AP-fréttastofunnar. Tihanovskaya vísar ásökunum á bug og kallar þær „grófan tilbúning“. Ríkisstjórn Lúkasjenkó hefur verið sökuð um víðtæk mannréttindabrot. Þá segja gagnrýnendur forsetans að hann hafi brugðist í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum og efnahagslegum erfiðleikum sem fylgja honum.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58