Erlent

Á­kæra ekki lög­reglu­þjóninn sem skaut Brown til bana

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglumaðurinn Darren Wilson sagði að hinn 18 ára Michael Brown hafi reynt að ná af sér byssunni. Wilson var sakaður um að skjóta Brown til bana en verður ekki ákærður.
Lögreglumaðurinn Darren Wilson sagði að hinn 18 ára Michael Brown hafi reynt að ná af sér byssunni. Wilson var sakaður um að skjóta Brown til bana en verður ekki ákærður. vísir/ap/afp

Saksóknarar í bandarísku borginni St. Louis hafa ákveðið að ákæra ekki lögreglumanninn sem skaut Michael Brown, svartan táning, til bana í ágúst árið 2014.

Drápið á Brown leiddi til mikilla mótmæla í borginni Ferguson sem urðu að lokum til stofnunar Black Lives Matter-hreyfingarinnar þar sem lögreguofbeldi er mótmælt. Morðinu á Brown var jafnframt mótmælt víða um heim.

Saksóknarar segja að eftir fimm mánaða rannsókn, þar sem málið var allt tekið upp að nýju, hafi þeir komist að þeirri niðurstöðu að sönnunargögn séu ekki næg í málinu til að ákæra lögreglumanninn fyrir morð eða manndráp. Fyrri rannsókn hafði skilað sömu niðurstöðu og olli það miklum óeirðum í Ferguson í nóvember árið 2014.

Lögreglumönnum og vitnum að atvikinu ber ekki saman en ljóst er að lögreglumaðurinn, Darren Wilson ók upp að Brown þar sem hann var á göngu í Ferguson. Nokkrum mínútum síðar var hinn átján ára gamli Brown látinn, eftir að hafa verið skotinn sjö sinnum hið minnsta.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.