Berglind Björg skorað jafn mörg eða fleiri mörk en helmingur liðanna í deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 18:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með ellefu mörk. vísir/bára Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í Pepsi Max-deild kvenna í sumar þegar Breiðablik vann stórsigur á Fylki, 0-4, á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Eyjakonan hefur núna skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum í Pepsi Max-deildinni. Í sjö deildarleikjum hefur Berglind skorað jafn mörg mörk og Fylkir (11) og fleiri mörk en Selfoss (10), ÍBV (9), KR (9) og FH (3). Síðastnefnda liðið hefur leikið átta leiki en hin sjö. Berglind hefur skorað í sex af sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar. Selfoss er eina liðið sem Berglindi hefur mistekist að skora gegn. Hún hefur skorað tvær þrennur, einu sinni tvö mörk í leik og þrisvar sinnum eitt mark í leik. Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni, skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals og á auk þess leik til góða. Berglind skoraði þriðja mark Breiðabliks í leiknum í gær á 29. mínútu. Hún fékk þá boltann frá Öglu Maríu Albertsdóttir með bakið í markið, sneri skemmtilega og skoraði með vinstri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Berglind vann gullskóinn 2018 og 2019 og miðað við byrjunina á þessu tímabili er ekki ólíklegt að hún verði markadrottning þriðja árið í röð. Framherjinn öflugi hefur alls skorað 136 mörk í 188 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í vetur lék hún með AC Milan á Ítalíu og skoraði fimm mörk í fimm leikjum með liðinu. Mörk liða í Pepsi Max-deild kvenna í sumar Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir) Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði sitt ellefta mark í Pepsi Max-deild kvenna í sumar þegar Breiðablik vann stórsigur á Fylki, 0-4, á Würth-vellinum í Árbænum í gær. Eyjakonan hefur núna skorað jafn mörg mörk eða fleiri en fimm af tíu liðum í Pepsi Max-deildinni. Í sjö deildarleikjum hefur Berglind skorað jafn mörg mörk og Fylkir (11) og fleiri mörk en Selfoss (10), ÍBV (9), KR (9) og FH (3). Síðastnefnda liðið hefur leikið átta leiki en hin sjö. Berglind hefur skorað í sex af sjö leikjum Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni í sumar. Selfoss er eina liðið sem Berglindi hefur mistekist að skora gegn. Hún hefur skorað tvær þrennur, einu sinni tvö mörk í leik og þrisvar sinnum eitt mark í leik. Blikar hafa unnið alla sjö leiki sína í Pepsi Max-deildinni, skorað 28 mörk og ekki enn fengið á sig mark. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistara Vals og á auk þess leik til góða. Berglind skoraði þriðja mark Breiðabliks í leiknum í gær á 29. mínútu. Hún fékk þá boltann frá Öglu Maríu Albertsdóttir með bakið í markið, sneri skemmtilega og skoraði með vinstri fótar skoti. Markið má sjá hér fyrir neðan. Berglind vann gullskóinn 2018 og 2019 og miðað við byrjunina á þessu tímabili er ekki ólíklegt að hún verði markadrottning þriðja árið í röð. Framherjinn öflugi hefur alls skorað 136 mörk í 188 leikjum í efstu deild á Íslandi. Í vetur lék hún með AC Milan á Ítalíu og skoraði fimm mörk í fimm leikjum með liðinu. Mörk liða í Pepsi Max-deild kvenna í sumar Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir)
Breiðablik - 28 Valur - 21 (8 leikir) Þróttur - 14 (8 leikir) Stjarnan - 14 (8 leikir) Þór/KA - 13 Fylkir - 11 Selfoss - 10 ÍBV - 9 KR - 9 FH - 3 (8 leikir)
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00 Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16 Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Fer Breiðablik í gegnum sumarið án þess að fá á sig mark? Breiðablik vann Fylki í Pepsi Max deild kvenna í gær og hélt í leiðinni hreinu. Þegar liðið hefur leikið sjö leiki á það enn eftir að fá á sig mark. 30. júlí 2020 08:00
Kjartan: Blikar voru frábærir Þjálfari Fylkis hrósaði Breiðabliki eftir 0-4 tap Árbæinga fyrir Kópavogsliðinu í kvöld. 29. júlí 2020 22:16
Þorsteinn: Mjög stoltur af því að vinna Fylki þetta stórt Þjálfari Breiðabliks var himinlifandi með frammistöðu síns liðs gegn Fylki í Árbænum í kvöld. Hann segir þó að Blikar megi ekki gleyma sér í gleðinni þótt vel hafi gengið í sumar. 29. júlí 2020 21:56
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-4 | Óstöðvandi Blikar sýndu styrk sinn Breiðablik sýndi mátt sinn og megin gegn Fylki og vann öruggan 0-4 sigur. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. 29. júlí 2020 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 3-1 | Auðvelt gegn botnliðinu Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum þurftu Valskonur að vinna leikinn í kvöld. Og það gerðu þær gegn botnliði FH. 29. júlí 2020 22:30