Telja Rússa standa að upplýsingafalsi um faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 16:06 FILE - In this July 10, 2020, file photo healthcare workers test patients in their cars at a drive-thru coronavirus testing site in Las Vegas. (AP Photo/John Locher, File) AP/John Locher Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. Verulega hefur borið á alls kyns upplýsingafalsi um flest það sem tengist kórónuveiruheimsfaraldurinn, ekki síst á samfélagsmiðlum og netinu. Nú segja bandarískir embættismenn AP-fréttastofunni að tveir einstaklingar sem vitað er að hafi verið hátt settir innan rússnesku herleyniþjónustunnar GRU beri ábyrgð á áróðursherferð sem beinist að vestrænum ríkjum. Vefsíðurnar sem þeir tengjast hafi birt um 150 greinar um viðbrögð við faraldrinum frá því seint í maí og fram í byrjun júlí. Þar á meðal voru umfjallanir um að rússnesk stjórnvöld hefðu veitt Bandaríkjunum umfangsmikla neyðaraðstoð til að glíma við faraldurinn þar og að kínversk stjórnvöld telji kórónuveiruna líffræðilegt vopn. Rússneskir embættismenn hafna ásökununum og segja þær „samsæriskenningar“ og „þráláta fælni“ í garð Rússlands. Ein af vefsíðunum sem Bandaríkjastjórn telur á vegum GRU birti grein þar sem því var alfarið hafnað að hún hefði tengsl við herleyniþjónustuna eða dreifði áróðri. Í tíð Vladímírs Pútín forseta eru rússnesk stjórnvöld talin vinna að því á bak við tjöldin að grafa undan vestrænum lýðræðisríkjum, þar á meðal með áróðursherferðum á samfélagsmiðlum og netinu.AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Fullyrðingar „þvættaðar“ í gegnum aðra miðla Síðurnar sem um ræðir eru skráðar í nafni InfoRos í Rússlandi. Villandi og röngum upplýsingum er dreift á vefsíðum eins og InfoRos.ru, Infobrics.org og OneWorld.press. Greinarnar á síðunum eru sagðar skrifaðar á góðri ensku en með rússneskri slagsíðu. Upplýsingarnar sem þar birtast fara stundum í gegnum aðrar fréttaveitur til að fela uppruna þeirra og veita fullyrðingunum aukið lögmæti. Líkja bandarískir embættismenn því ferli við peningaþvætti. Í sumum tilfellum endurbirta síðurnar efni sem hefur birst annars staðar. Bandarískir embættismenn staðhæfa ekki hvort að áróðrinum sé ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember. Nýlega hafa þó birst greinar þar sem fullyrt er að meint hneyksli stigmagnist nú í kringum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og væntanlegan forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Starfshópur Evrópusambandsins sagði í fyrra að One World væri nýjasta viðbótin í hóp upplýsingafalsmiðla sem njóta stuðnings stjórnvalda í Kreml. Síðan endurómi gjarnan línu rússneskra stjórnvalda um ýmis málefni, þar á meðal stríðið í Sýrlandi. Meintar aðfarir Rússa nú eru taldar minnar óþyrmilega á þær sem þeir eru taldir hafa beitt í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þá héldu þeir úti svonefndri „tröllaverksmiðju“, hópi fólks sem hafði þann starfa að skrifa og dreifa áróðri til að ala á sundrung í bandarísku samfélagi. Bandaríska leyniþjónustan taldi að fyrir Rússum hafi vakað að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Bresk þingnefnd skilaði skýrslu í síðustu viku þar sem þarlend stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega fyrir að rannsaka ekki vísbendingar um að Rússar reyndu að hafa afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslum um sjálfstæði Skotlands árið 2014 og útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar. Rússland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Rússneska leyniþjónustan er sögð dreifa fölskum upplýsingum um kórónuveiruheimsfaraldurinn á enskumælandi vefsíðum sem beint er að fólki í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum, að sögn bandarískra embættismanna. Áróðurinn er sagður ýmist upphefja Rússland eða gera lítið úr Bandaríkjunum. Verulega hefur borið á alls kyns upplýsingafalsi um flest það sem tengist kórónuveiruheimsfaraldurinn, ekki síst á samfélagsmiðlum og netinu. Nú segja bandarískir embættismenn AP-fréttastofunni að tveir einstaklingar sem vitað er að hafi verið hátt settir innan rússnesku herleyniþjónustunnar GRU beri ábyrgð á áróðursherferð sem beinist að vestrænum ríkjum. Vefsíðurnar sem þeir tengjast hafi birt um 150 greinar um viðbrögð við faraldrinum frá því seint í maí og fram í byrjun júlí. Þar á meðal voru umfjallanir um að rússnesk stjórnvöld hefðu veitt Bandaríkjunum umfangsmikla neyðaraðstoð til að glíma við faraldurinn þar og að kínversk stjórnvöld telji kórónuveiruna líffræðilegt vopn. Rússneskir embættismenn hafna ásökununum og segja þær „samsæriskenningar“ og „þráláta fælni“ í garð Rússlands. Ein af vefsíðunum sem Bandaríkjastjórn telur á vegum GRU birti grein þar sem því var alfarið hafnað að hún hefði tengsl við herleyniþjónustuna eða dreifði áróðri. Í tíð Vladímírs Pútín forseta eru rússnesk stjórnvöld talin vinna að því á bak við tjöldin að grafa undan vestrænum lýðræðisríkjum, þar á meðal með áróðursherferðum á samfélagsmiðlum og netinu.AP/Alexei Nikolskí/Spútnik Fullyrðingar „þvættaðar“ í gegnum aðra miðla Síðurnar sem um ræðir eru skráðar í nafni InfoRos í Rússlandi. Villandi og röngum upplýsingum er dreift á vefsíðum eins og InfoRos.ru, Infobrics.org og OneWorld.press. Greinarnar á síðunum eru sagðar skrifaðar á góðri ensku en með rússneskri slagsíðu. Upplýsingarnar sem þar birtast fara stundum í gegnum aðrar fréttaveitur til að fela uppruna þeirra og veita fullyrðingunum aukið lögmæti. Líkja bandarískir embættismenn því ferli við peningaþvætti. Í sumum tilfellum endurbirta síðurnar efni sem hefur birst annars staðar. Bandarískir embættismenn staðhæfa ekki hvort að áróðrinum sé ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember. Nýlega hafa þó birst greinar þar sem fullyrt er að meint hneyksli stigmagnist nú í kringum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og væntanlegan forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Starfshópur Evrópusambandsins sagði í fyrra að One World væri nýjasta viðbótin í hóp upplýsingafalsmiðla sem njóta stuðnings stjórnvalda í Kreml. Síðan endurómi gjarnan línu rússneskra stjórnvalda um ýmis málefni, þar á meðal stríðið í Sýrlandi. Meintar aðfarir Rússa nú eru taldar minnar óþyrmilega á þær sem þeir eru taldir hafa beitt í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Þá héldu þeir úti svonefndri „tröllaverksmiðju“, hópi fólks sem hafði þann starfa að skrifa og dreifa áróðri til að ala á sundrung í bandarísku samfélagi. Bandaríska leyniþjónustan taldi að fyrir Rússum hafi vakað að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Bresk þingnefnd skilaði skýrslu í síðustu viku þar sem þarlend stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega fyrir að rannsaka ekki vísbendingar um að Rússar reyndu að hafa afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslum um sjálfstæði Skotlands árið 2014 og útgönguna úr Evrópusambandinu tveimur árum síðar.
Rússland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39 Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Breskir ráðherrar hafna ásökunum í Rússaskýrslu Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hafna því að sannanir liggi fyrir um að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 2016 eða að hún hafi forðast að rannsaka slík afskipti. Þær ásakanir voru settar fram í skýrslu þingmannanefndar um áhrif Rússa í gær. 22. júlí 2020 12:39
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. 21. júlí 2020 12:40
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent