Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2020 12:40 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á tali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á ráðstefnu um málefni Líbíu í janúar. Ríkisstjórn hans er gagnrýnd fyrir að hafa tafið birtingu skýrslu um afskipti Rússlands af breskum kosningum. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. Skýrsluhöfundar kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að bregðast við afskiptunum. Skýrslu þingmannanna um rússnesk afskipti hefur verið beðið lengi. Boris Johnson forsætisráðherra var sakaður um að beita sér til að koma í veg fyrir birtingu hennar fyrir þingkosningar í vetur en hann hafnar því. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um upplýsingafals Rússa, tölvuárásir og rússneska borgara í Bretlandi. Telja skýrsluhöfundar að Bretlands sé eitt helsta skotmark rússneskra stjórnvalda. Kusu þeir að birta ekki nákvæmar upplýsingar um afskiptin af ótta við að Rússar gætu notfært sér þær til þess að ógna Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að skýrslan sé að nafninu til um afskipti Rússa beina þingmennirnir sem tóku hana saman spjótum sínum fyrst og fremst að breskum stjórnvöldum sjálfum sem þeir telja hafa brugðist algerlega í að taka á aðgerðum Rússa. Kevan Jones, einn skýrsluhöfunda, gagnrýndi bresku ríkisstjórnina fyrir að hafa tafið birtingu skýrslunnar þegar hún var kynnt í dag. Engin gild ástæða hafi verið fyrir töfunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra, hvatti Rússa til að hætta afskiptum sínum í dag. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, afskrifaði skýrsluna sem „Rússafælni“ í dag. Talsmaður stjórnvalda í Kreml fullyrti að þau skiptu sér ekki af kosningum í öðrum ríkjum. Rannsökuðu ekki því þeir vildu ekki vita Tilraunir Rússa til að dreifa fölskum upplýsingum og ala á sundrung í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslnanna umdeildu urðu að „heitri kartöflu“ innan stjórnkerfisins. Engin ríkisstofnun, þar á meðal leyniþjónustan, hafi viljað snerta á því. Enginn hafi vitað hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna „því þeir vildu ekki vitað það“, sagði Stewart Hosie, einn þingmannanna sem sat í nefndinni sem tók skýrsluna saman. „Það hefði átt að leggja mat á afskipti Rússlands af þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB og það verður að gera það núna og almenningur verður að fá niðurstöður þess mats,“ sagði Hosie ennfremur. Vísaði þingmannanefndin til þess að trúverðugar frásagnir væru einnig til staðar af því að Rússar hefðu reynt að blanda sér inn í þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Í víðara samhengi gagnrýna þingmennirnir að bresk stjórnvöld hafi ekkert gert til þess að bregðast við innstreymi rússneskra fjármuna og áhrifa í Bretlandi um árabil. Þannig telja nefndarmenn að rússneskir auðkýfingar hafi lengi misnotað svonefnt landvistarleyfi fyrir fjárfesta. „Bretland tók rússneskum peningum fagnandi og fárra spurninga, ef einhverra, var spurt um uppruna þessara umtalsverðu fjármuna,“ segir í skýrslunni. Sundrung hefur ríkt í breskum stjórnmálum og samfélagi undanfarin ár, ekki síst í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildina að Evrópusambandinu árið 2016.Vísir/EPA Telja sig hagnast á að koma höggi á vestræn ríki Rússar hafa áður verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosningar í vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur þannig að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um umfangsmikla samfélagsmiðlaherferð og tölvuárásir til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Í bresku skýrslunni telja þingmennirnir að með afskiptum sínum vaki fyrir Rússum að skapa þá ímynd af sér að þeir séu stórveldi á uppleið. Þeir telji það bæta hag sinn að koma höggi á vestræn ríki. Líklegt sé að Rússar beini spjótum sínum sérstaklega að Bretlandi vegna náinna tengsla þess við Bandaríkin. Bretland Rússland Brexit Skotland Tengdar fréttir Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. Skýrsluhöfundar kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að bregðast við afskiptunum. Skýrslu þingmannanna um rússnesk afskipti hefur verið beðið lengi. Boris Johnson forsætisráðherra var sakaður um að beita sér til að koma í veg fyrir birtingu hennar fyrir þingkosningar í vetur en hann hafnar því. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um upplýsingafals Rússa, tölvuárásir og rússneska borgara í Bretlandi. Telja skýrsluhöfundar að Bretlands sé eitt helsta skotmark rússneskra stjórnvalda. Kusu þeir að birta ekki nákvæmar upplýsingar um afskiptin af ótta við að Rússar gætu notfært sér þær til þess að ógna Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að skýrslan sé að nafninu til um afskipti Rússa beina þingmennirnir sem tóku hana saman spjótum sínum fyrst og fremst að breskum stjórnvöldum sjálfum sem þeir telja hafa brugðist algerlega í að taka á aðgerðum Rússa. Kevan Jones, einn skýrsluhöfunda, gagnrýndi bresku ríkisstjórnina fyrir að hafa tafið birtingu skýrslunnar þegar hún var kynnt í dag. Engin gild ástæða hafi verið fyrir töfunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra, hvatti Rússa til að hætta afskiptum sínum í dag. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, afskrifaði skýrsluna sem „Rússafælni“ í dag. Talsmaður stjórnvalda í Kreml fullyrti að þau skiptu sér ekki af kosningum í öðrum ríkjum. Rannsökuðu ekki því þeir vildu ekki vita Tilraunir Rússa til að dreifa fölskum upplýsingum og ala á sundrung í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslnanna umdeildu urðu að „heitri kartöflu“ innan stjórnkerfisins. Engin ríkisstofnun, þar á meðal leyniþjónustan, hafi viljað snerta á því. Enginn hafi vitað hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna „því þeir vildu ekki vitað það“, sagði Stewart Hosie, einn þingmannanna sem sat í nefndinni sem tók skýrsluna saman. „Það hefði átt að leggja mat á afskipti Rússlands af þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB og það verður að gera það núna og almenningur verður að fá niðurstöður þess mats,“ sagði Hosie ennfremur. Vísaði þingmannanefndin til þess að trúverðugar frásagnir væru einnig til staðar af því að Rússar hefðu reynt að blanda sér inn í þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Í víðara samhengi gagnrýna þingmennirnir að bresk stjórnvöld hafi ekkert gert til þess að bregðast við innstreymi rússneskra fjármuna og áhrifa í Bretlandi um árabil. Þannig telja nefndarmenn að rússneskir auðkýfingar hafi lengi misnotað svonefnt landvistarleyfi fyrir fjárfesta. „Bretland tók rússneskum peningum fagnandi og fárra spurninga, ef einhverra, var spurt um uppruna þessara umtalsverðu fjármuna,“ segir í skýrslunni. Sundrung hefur ríkt í breskum stjórnmálum og samfélagi undanfarin ár, ekki síst í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildina að Evrópusambandinu árið 2016.Vísir/EPA Telja sig hagnast á að koma höggi á vestræn ríki Rússar hafa áður verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosningar í vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur þannig að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um umfangsmikla samfélagsmiðlaherferð og tölvuárásir til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Í bresku skýrslunni telja þingmennirnir að með afskiptum sínum vaki fyrir Rússum að skapa þá ímynd af sér að þeir séu stórveldi á uppleið. Þeir telji það bæta hag sinn að koma höggi á vestræn ríki. Líklegt sé að Rússar beini spjótum sínum sérstaklega að Bretlandi vegna náinna tengsla þess við Bandaríkin.
Bretland Rússland Brexit Skotland Tengdar fréttir Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12
„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59