Birkir Valur farinn til Slóvakíu | Ekki meira með HK í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 13:30 Birkir Valur í leik með HK gegn FH í sumar. Hann mun ekki leika meira með HK á þessu tímabili. Vísir/Daniel Þór Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK í Pepsi Max deildinni í fótbolta, er farinn til Slóvakíu og mun ekki spila meira með Kópavogsliðinu í sumar. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Birkir Valur væri á leið til Spartak Trvnava í Slóvakíu á sex mánaða lánsamningi. Íþróttadeild Vísis fékk það svo staðfest nú rétt í þessu að hann væri farinn til Slóvakíu en ekki náðist í leikmanninn. Engin félagaskipti hafa verið tilkynnt inn á vef Knattspyrnusambands Íslands en reikna má með að þau verði staðfest innan tíðar. Fær Spartak Trvana forkaupsrétt á Birki Val og ljóst að ef hann stendur sig gæti félagið keypt hann endanlega af HK. Birkir Valur er fæddur árið 1998 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið yfir 104 leiki fyrir HK í deild og bikar frá árinu 2015. Tókst honum að skora sex mörk í þeim, þar á meðal eitt í 3-0 sigri HK á Íslandsmeisturum KR fyrr í sumar. Birkir á einnig 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að félagaskiptin eru högg fyrir HK en Birkir er í raun eini hreinræktaði hægri bakvörðurinn á mála hjá félaginu. Brynjar Björn Gunnarsson – þjálfari liðsins – hefur verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri og mögulega fær einn slíkur tækifærið nú. HK er í 10. sæti Pepsi Max deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn KA á Greifavellinum á Akureyri þann 4. ágúst. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK í Pepsi Max deildinni í fótbolta, er farinn til Slóvakíu og mun ekki spila meira með Kópavogsliðinu í sumar. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Birkir Valur væri á leið til Spartak Trvnava í Slóvakíu á sex mánaða lánsamningi. Íþróttadeild Vísis fékk það svo staðfest nú rétt í þessu að hann væri farinn til Slóvakíu en ekki náðist í leikmanninn. Engin félagaskipti hafa verið tilkynnt inn á vef Knattspyrnusambands Íslands en reikna má með að þau verði staðfest innan tíðar. Fær Spartak Trvana forkaupsrétt á Birki Val og ljóst að ef hann stendur sig gæti félagið keypt hann endanlega af HK. Birkir Valur er fæddur árið 1998 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið yfir 104 leiki fyrir HK í deild og bikar frá árinu 2015. Tókst honum að skora sex mörk í þeim, þar á meðal eitt í 3-0 sigri HK á Íslandsmeisturum KR fyrr í sumar. Birkir á einnig 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Það er ljóst að félagaskiptin eru högg fyrir HK en Birkir er í raun eini hreinræktaði hægri bakvörðurinn á mála hjá félaginu. Brynjar Björn Gunnarsson – þjálfari liðsins – hefur verið óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri og mögulega fær einn slíkur tækifærið nú. HK er í 10. sæti Pepsi Max deildarinnar með átta stig eftir níu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn KA á Greifavellinum á Akureyri þann 4. ágúst. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira