Skoða hertar aðgerðir og boða frekari skimun vegna fjölgunar smita Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 14:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Alma D. Möller landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Friðrik Þór Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Til umræðu er nú að herða sóttvarnaaðgerðir innanlands og hugsanlega á landamærunum vegna nýrra kórónuveirusmita frá mismunandi uppsprettum undanfarna daga, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Frekari skimun fyrir veirunni hefst á næstu dögum. Tuttugu og fjórir eru nú í einangrun vegna kórónuveirusmita á Íslandi og hafa þeir ekki verið fleiri frá því 6. maí. Fjórtán innanlandssmit hafa ennfremur greinst. Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar um stöðu faraldursins í dag í tilefni af fjölgun smita. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagði að til umræðu væri að herða aðgerðir innanlands, og mögulega á landamærunum. Fundað yrði með heilbrigðisráðherra um það síðar í dag. Heilbrigðisráðherra hafði áður greint frá því að tilslökunum á samkomubanni sem áttu að taka gildi eftir verslunarmannahelgi yrði frestað um tvær vikur. Sagði hún mikilvægt að þjóðin færi í naflaskoðun og hugleiddi hvernig hún sinnti einstaklingsbundnum sóttvörnum, handþvotti, fjarlægð við ótengt fólk. Eins þyrftu þjónustufyrirtæki og verslanir að horfa á sína stöðu. Undirbúa frekari skimun með Íslenskri erfðagreiningu Boðaði Kamilla skimun til að kortleggja útbreiðslu á smitum sem ekki er vitað hvaðan koma. Alma Möller, landlæknir, sagði að Íslensk erfðagreining sæi um skimunina og hún væri nú að safna saman sínu fólki til þess. Fyrst og fremst verði skimað út frá þeim smitum sem vitað er um en hugsanlega verði fólk einnig valið handahófskennt, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. „Það verður teiknað upp seinna í dag,“ sagði landlæknir. Alma sagði áhyggjuefni að komin væru upp smit frá nokkrum mismunandi uppsprettum samtímis. Til greina kæmi að grípa til nýrra aðgerða fyrir helgi. Hvatti landlæknir fólk til áverkni og að vera vel á verði gagnvart einkennum. Fólk ætti að láta taka sýni við minnsta grun um smit. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Sjá meira
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Tilslökunum á samkomubanni frestað um tvær vikur Fyrirhuguðum tilslökunum á samkomubanni sem taka áttu gildi 4. ágúst næstkomandi verður frestað um tvær vikur. 28. júlí 2020 11:04