Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 09:00 Valur er komið á topp Pepsi Max deildarinnar eftir 3-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Vísir/Daniel Thor Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má finna hér að neðan en alls voru 22 mörk skoruð í umferðinni. Þá var einn leikur markalaus en KA og KR gerðu 0-0 jafntefli þar sem heimamenn í KA brenndu af víti. Valur tyllti sér á toppinn þökk sé mörkum Lasse Petry, Sigurðs Egils Lárussonar og sjálfsmarks Peter Zachan. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði mark Fjölnis. Klippa: Mörkin úr leik Fjölnis og Vals Breiðablik vann ÍA í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-3 Breiðablik í vil. Alexander Helgi Sigurðarson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson komu Blikum í 4-0 í fyrri hálfleik en sá síðastnefndi skoraði tvívegis. Tryggvi Hrafn Haraldsson svaraði með marki úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikur var úti og Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn í 4-2 í upphafi þess síðari. Thomas Mikkelsen bætti við marki úr víti en Viktor Jónsson minnkaði muninn skömmu síðar og þar við sat. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og íA Fylkir vann 3-2 sigur á HK í Lautinni en leikurinn var frábær skemmtun. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams kom heimamönnum yfir áður en Valgeir Valgeirsson svaraði með tveimur mörkum fyrir gestina. Í síðari hálfleik skoruðu Arnór Gauti Ragnarsson og Valdimar Þór Ingimundarsson fyrir heimamenn og tryggðu þeim stigin þrjú. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og HK FH rétt marði nýliða Gróttu í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn einu. Þórir Jóhann Helgason kom FH yfir í upphafi leiks og þannig var staðan í hálfleik. Daði Freyr Arnarsson - markvörður FH - varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu en Steven Lennon tryggði FH sigurinn með marki aðeins fjórum mínútum síðar. Klippa: Mörkin úr leik FH og Gróttu Bikarmeistarar Víkings náðu jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir en Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin fyrir Víkinga með marki úr vítaspyrnu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Víkings Pepsi Max-mörkin FH Grótta Víkingur Reykjavík Stjarnan Fylkir HK Breiðablik ÍA Fjölnir Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má finna hér að neðan en alls voru 22 mörk skoruð í umferðinni. Þá var einn leikur markalaus en KA og KR gerðu 0-0 jafntefli þar sem heimamenn í KA brenndu af víti. Valur tyllti sér á toppinn þökk sé mörkum Lasse Petry, Sigurðs Egils Lárussonar og sjálfsmarks Peter Zachan. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði mark Fjölnis. Klippa: Mörkin úr leik Fjölnis og Vals Breiðablik vann ÍA í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. Lokatölur 5-3 Breiðablik í vil. Alexander Helgi Sigurðarson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson komu Blikum í 4-0 í fyrri hálfleik en sá síðastnefndi skoraði tvívegis. Tryggvi Hrafn Haraldsson svaraði með marki úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleikur var úti og Hlynur Sævar Jónsson minnkaði muninn í 4-2 í upphafi þess síðari. Thomas Mikkelsen bætti við marki úr víti en Viktor Jónsson minnkaði muninn skömmu síðar og þar við sat. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og íA Fylkir vann 3-2 sigur á HK í Lautinni en leikurinn var frábær skemmtun. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams kom heimamönnum yfir áður en Valgeir Valgeirsson svaraði með tveimur mörkum fyrir gestina. Í síðari hálfleik skoruðu Arnór Gauti Ragnarsson og Valdimar Þór Ingimundarsson fyrir heimamenn og tryggðu þeim stigin þrjú. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og HK FH rétt marði nýliða Gróttu í Kaplakrika með tveimur mörkum gegn einu. Þórir Jóhann Helgason kom FH yfir í upphafi leiks og þannig var staðan í hálfleik. Daði Freyr Arnarsson - markvörður FH - varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 61. mínútu en Steven Lennon tryggði FH sigurinn með marki aðeins fjórum mínútum síðar. Klippa: Mörkin úr leik FH og Gróttu Bikarmeistarar Víkings náðu jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabænum. Lokatölur 1-1 í leik þar sem Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir en Óttar Magnús Karlsson jafnaði metin fyrir Víkinga með marki úr vítaspyrnu. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og Víkings
Pepsi Max-mörkin FH Grótta Víkingur Reykjavík Stjarnan Fylkir HK Breiðablik ÍA Fjölnir Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira