Enski boltinn

Fulham skrefi nær úrslitaleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Scott Parker ræðir við sína menn í vatnshléinu í kvöld.
Scott Parker ræðir við sína menn í vatnshléinu í kvöld. vísir/getty

Fulham er skrefi nær úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en þeir leiða einvígið gegn Cardiff 2-0.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Joshua Onomah á 49. mínútu eftir laglegan sprett. Í uppbótartíma var það svo Neeskens Kebano sem skoraði og 0-2 því lokatölur í Wales í kvöld.

Liðin mætast aftur á fimmtudag en þá í London, á heimavelli Fulham. Í hinni viðureigninni eru Swansea 1-0 yfir gegn Brentford.

Liðin sem vinna einvígin mætast svo í úrslitaleik á Wembley um lausa sætið til þess að fylgja Leeds og WBA upp í deild þeirra bestu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.