Íslenski boltinn

Gary afgreiddi lánlausa Þróttara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary-Martin-1024x682

Gary Martin skoraði þrennu er ÍBV vann 3-0 sigru á Þrótti í Vestmannaeyjum í kvöld er liðin mættust í 8. umferð Lengjudeildarinnar.

Fyrsta marki skoraði Gary á 43. mínútu en fimm mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði hann svo forystuna.

Það var svo í uppbótartíma sem þriðja mark Gary og ÍBV kom og lokatölur 3-0 sigur Eyjamanna sem höfðu fyrir leikinn í kvöld gert þrjú jafntefli í röð.

ÍBV er með átján stig, á toppi deildarinnar um stundarsakir að minnsta kosti, en Leiknir fer á toppinn með sigri á Aftureldingu. Leikurinn stendur yfir.

Þróttur er í 11. sætinu með eitt stig eftir átta leiki með markatöluna 3-17.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.