Íslenski boltinn

Framarar völtuðu yfir Þórsara og Gaui Þórðar náði í sinn fyrsta sigur

Ísak Hallmundarson skrifar
Alexander Már kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk.
Alexander Már kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk. vísir/daníel

Tveimur leikjum var að ljúka í Lengjudeild karla í fótbolta. Fram burstaði Þór í Safamýrinni og Guðjón Þórðarson stýrði Ólafsvíkingum til sigurs.

Þórsarar komust yfir í Safamýrinni á 11. mínútu með marki frá Izaro Abella Sanchez. Það dugði skammt, Fred Saraiva jafnaði fyrir Fram á 16. mínútu og Albert Hafsteinsson kom Frömurum síðan yfir á 23. mínútu.

Aðeins mínútu síðar skoraði Fred annað mark sitt í leiknum og kom heimamönnum í 3-1 og var staðan þannig í hálfleik.

Haraldur Einar Ásgrímsson bætti við marki fyrir Framara snemma seinni hálfleiks og á 66. mínútu fékk Alvaro Montejo, leikmaður Þórs, rauða spjaldið. Varamaðurinn Alexander Már Þorláksson bætti við tveimur mörkum fyrir Fram og niðurstaðan 6-1 stórsigur Reykjavíkurliðsins. Framarar komnir í 2. sæti, í bili í það minnsta en Leiknir R. á leik til góða.

Víkingur Ólafsvík sigraði þá Leikni Fáskrúðsfirði 3-0, en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Guðjóns Þórðarsonar með liðið. Víkingar í 9. sæti með níu stig. 

Stöðuna í deildinni má skoða hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.