Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 14:13 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hundrað daga til að bæta stöðu sína. EPA/Stefani Reynolds Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. 32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. „Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. The Suburban Housewives of America must read this article. Biden will destroy your neighborhood and your American Dream. I will preserve it, and make it even better! https://t.co/1NzbR57Oe6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2020 Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Hundrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. Joe Biden, væntanlegur frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur mikið forskot á Trump á landsvísu, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Samkvæmt nýrri könnun AP fréttaveitunnar telur metfjöldi Bandaríkjamanna að þjóðin sé á rangri leið. Viðbrögð Trump vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar eru sömuleiðis mjög óvinsæl og þar að auki telja fleiri Bandaríkjamenn en áður að forsetinn hafi haldið illa á efnahagsmálum. Nánar tiltekið segja einungis tveir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum að Bandaríkin séu á réttri leið. 32 prósent segjast styðja viðbrögð Trump vegna faraldursins og 48 prósent segja hann hafa haldið vel á efnahagsmálum. Í mars var það hlutfall 56 prósent og í janúar var það 67 prósent. Samkvæmt meðaltali FiveThirtyEight er fylgi Biden 49,9 prósent á landsvísu en fylgi Trump 41,9 prósent. Sjá einnig: Framboð Trump í miklum vandræðum Trump sjálfur hefur reynt að færa athyglina frá frammistöðu hans gagnvart faraldrinum að Biden, ýta undir svokallaðar menningardeilur og boða stefnumál sem eiga að snúa að lögum og reglu. Framboð Biden leggur þó mikið kapp á að halda athyglinni á Trump og telja miklar líkur á því að bera sigur úr býtum ef kosningin snýst í raun um það hvernig Trump hefur staðið sig í starfi á síðustu fjórum árum. Óvinsældir Trump virðast einnig ætla að koma niður á þingmönnum Repúblikanaflokksins og óttast Frammámenn að Demókratar gætu jafnvel náð meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings, sem hingað til hefur þótt mjög hæpið. Politico sagði frá því á dögunum að haldist fylgi flokka og frambjóðanda sambærilegt og það er núna myndi Repúblikanaflokkurinn hljóta sitt mesta afhroð í áratugi. Úthverfi hafi reynst flokknum sérstaklega slæm í þingkosningunum 2016 og nú sé útlit fyrir að sú þróun muni halda áfram. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að hræða íbúa úthverfa til að fylgja sér, meðal annars með því að segja að verði Biden forseti, muni hann rústa úthverfum Bandaríkjanna og ýta undir kynþáttadeilur. Meðal annars hefur Trump fellt niður reglugerð frá tíma Barack Obama í Hvíta húsinu sem ætlað var að auka fjölbreytni í úthverfum. Þá hvatti hann „húsmæður“ úthverfa Bandaríkjanna til að lesa grein eftir fyrrverandi aðstoðarríkisstjóra New York, þar sem hún hélt því fram að Biden myndi eyða úthverfum Bandaríkjanna og tók Trump undir það. „Biden mun rústa hverfum ykkar og bandaríska draumnum. Ég mun varðveita það, og jafnvel gera það enn betra!“ sagði forsetinn. The Suburban Housewives of America must read this article. Biden will destroy your neighborhood and your American Dream. I will preserve it, and make it even better! https://t.co/1NzbR57Oe6— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2020 Íbúar úthverfa Bandaríkjanna er sífellt stækkandi hópur kjósenda. Samkvæmt NPR eru þeir um helmingur allra kjósenda í Bandaríkjunum. Allt frá því að George W. Bush var endurkjörinn árið 2004 hefur sá frambjóðandi sem hefur fengið meirihluta atkvæða þessa hóps orðið forseti. Nema árið 2012 þegar Mitt Romney fékk meirihluta atkvæða frá þessum hópi en tapaði fyrir Barack Obama. Skoðanakannanir hafa sýnt að þrátt fyrir að Trump tryggði sér nauman meirihluta í úthverfunum 2016 hefur fylgi hans þar dregist verulega saman. Þó það sé mismunandi á milli kannana hefur Biden mælst með um fimmtán prósentustiga forskot á Trump í útverfunum að undanförnu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira