Erlent

Grunur um kórónuveirusmit í Norður-Kóreu

Andri Eysteinsson skrifar
Kim er sagður hafa kallað til neyðarfundar vegna málsins.
Kim er sagður hafa kallað til neyðarfundar vegna málsins. Getty/Mikhail Svetlov

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, kallaði til neyðarfundar eftir að einstaklingur sem grunaður erum að vera smitaður af veirunni laumaðist yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum.

Fréttastofa Reuters hefur eftir þjóðarmiðli Norður-Kóreu KCNA að neyðarástandi og útgöngubanni hafi verið komið á í landamærabænum Kaesong vegna málsins.

Hingað til hafa norður-kóresk stjórnvöld haldið því fram að engin kórónuveirusmit hafi greinst í landinu. Því er mögulega um að ræða fyrsta opinbera tilfelli veirunnar í landinu lokaða.

„Neyðaratvik varð í Kaesong þegar að flóttamaður, sem flúði til suðurs, sneri aftur með ólögmætum hætti og virðist smitaður af veirunni skæðu,“ sagði í fréttaflutningi KCNA.

Ekki var tekið fram hvort að sýni hafi verið tekið úr manninum og það rannsakað en greint var frá því að eftir óljósar niðurstöður úr rannsóknum á öndunarfærum og blóði mannsins hafi hann verið settur í einangrun og er smitrakning hafin í kjölfarið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×