Lengi án taps en mæta besta liði landsins: „Tókum umræðuna ekki nærri okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júlí 2020 14:30 Þróttarar hafa notið sín nokkuð vel það sem af er leiktíð í Pepsi Max-deildinni. VÍSIR/GETTY Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína. Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
Nýliðar Þróttar R. hafa komið talsvert á óvart það sem af er leiktíðar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en segja má að Þróttarar séu á leið í gin ljónsins í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Um er að ræða leikina sem eftir eru í 4. umferð deildarinnar en þeim var frestað vegna þess að þrjú lið voru í sóttkví. Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R. Þróttarar sækja Blika heim á Kópavogsvöll þar sem gervigrasið gæti enn verið blóði drifið eftir að Íslandsmeistarar Vals voru teknir þar af lífi á þriðjudaginn. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína, skorað 19 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta, en Þróttarar eru hvergi bangnir þrátt fyrir að vera án lykilleikmanna. Fá tækifæri í byrjunarliði gegn besta liði landsins „Leikirnir sem við erum búnar að spila gefa okkur ekkert í kvöld. Við verðum að vera einbeittar í hverju verkefni. Við fáum verðugt verkefni í kvöld og það kemur maður í manns stað. Það er bara skemmtilegt fyrir þær sem koma inn að fá að spreyta sig gegn besta liði landsins í dag,“ segir Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, leikmaður Þróttar. Óhætt er að segja að skarð sé fyrir skildi hjá Þrótturum í kvöld. Linda Líf Boama er úr leik eftir að hafa viðbeinsbrotnað í 1-1 jafnteflinu við KR á mánudaginn og Mary Alice Vignola tognaði í nára í upphitun fyrir þann leik. Þá eru Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í leikbanni en Sigmundína hefur aftur á móti náð sér af kálfameiðslum. Tókum umræðuna ekki nærri okkur Eftir að hafa tapað með eins marks mun gegn ÍBV og Íslandsmeisturum Vals í fyrstu leikjum sínum hefur Þróttur gert þrjú jafntefli og unnið mikilvægan sigur á FH. „Það er búið að ganga vel, þannig séð. Við höfum mætt bæði liðum úr neðri hlutanum og svo Val og Selfossi, og úrslitin hafa kannski komið mörgum á óvart. Við höfum átt fínustu leiki, en glímum við það eins og allir að hafa ekki spilað undirbúningstímabil. Við erum alla vega sáttar við það sem við höfum verið að gera. Leikir sem maður hélt fyrir fram að gætu farið illa hafa farið betur, og í leikjum sem við hefðum kannski fyrir fram verið sáttar með eitt stig höfum við verið svekktar að ná ekki þremur stigum. Tímabilið er búið að rúlla frekar vel,“ sagði Sigmundína. Rætt var um lið Þróttara sem hálfgert fallbyssufóður fyrir tímabilið en liðið hefur sýnt að það er ýmislegt í það spunnið, þó ætla megi að kvöldið í kvöld verði erfitt. „Við tókum umræðuna ekki nærri okkur. Það er fínt að fara þannig inn í mótið að enginn búist við neinu af okkur. Við vorum ekkert að kippa okkur upp við það. Auðvitað skoða allir umfjallanir en það hjálpar manni ekkert og dregur mann heldur ekki niður. Þetta eru bara vangaveltur og spár hjá fólki,“ sagði Sigmundína.
Leikir kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna: 18.00 Þór/KA - Fylkir 19.15 KR - FH 19.15 Breiðablik - Þróttur R.
Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00 Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
Linda Líf lenti illa og viðbeinsbrotnaði Linda Líf Boama, einn af lykilmönnum Þróttar, verður ekki með liðinu í næstu leikjum í Pepsi Max-deild kvenna eftir að hafa viðbeinsbrotnað í jafnteflinu við KR í gærkvöld. 21. júlí 2020 16:00
Sveindís: Sátt með að hafa valið Breiðablik og tilbúin í A-landsliðið Sveindís Jane skoraði þrennu er Breiðablik kjöldróg Íslandsmeistara Vals í gærkvöld. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 22. júlí 2020 19:30