Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 12:43 Trudeau með eiginkonu sinni Sophie. Hún hefur starfað sem sendiherra fyrir góðgerðasamtök sem ríkisstjórn Trudeau veitti milljarðasamning. Trudeau hefur sjálfur talað á viðburðum samtakanna. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. Ríkisstjórn Trudeau veitti góðgerðasamtökunum WE Charity samning um að sjá um útdeilingu námslána sem eru hluti af viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Samningurinn er talinn færa samtökunum um 43 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæpra 4,4 milljarða íslenskra króna. Í framhaldinu var upplýst að samtökin hefðu greitt ættingjum Trudeau og Bills Morneau, fjármálaráðherra, hundruð þúsunda dollara, jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna, í þóknanir fyrir fyrirlestra og ferðakostnað. Móðir Trudeau og bróður hafa fengið greiðslur frá samtökunum og eiginkona hans Sophie hefur unnið sem sendiherra fyrir þau. Málið hefur vakið reiði í Kanada og krefst stjórnarandstaðan þess að Morneau segi af sér. Siðanefnd rannsakar nú bæði Trudeau og Morneau, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Trudeau hefur þegar staðið af sér nokkur hneykslismál. Siðanefnd taldi Trudeau hafa brotið lög um hagsmunaárekstra þegar hann og aðstoðarmenn hans þrýsti ítrekað á þáverandi dómsmálaráðherra að gera sátt við SNC-Lavalin, stórt verktaka- og verkfræðifyrirtæki, sem var sakað um spillingu í fyrra. Í kosningabaráttunni í fyrra birtust myndir af Trudeau í grímubúningi þar sem hann hafði litað andlit sitt dökkt fyrir um tuttugu árum. Þá taldi siðanefnd hann sekan um frekari siðabrot árið 2018 þegar hann þáði boðsferð fyrir sig og fjölskyldu sína til einkaeyju auðkýfings á Bahamaeyjum. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. Ríkisstjórn Trudeau veitti góðgerðasamtökunum WE Charity samning um að sjá um útdeilingu námslána sem eru hluti af viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum. Samningurinn er talinn færa samtökunum um 43 milljónir kanadískra dollara, jafnvirði tæpra 4,4 milljarða íslenskra króna. Í framhaldinu var upplýst að samtökin hefðu greitt ættingjum Trudeau og Bills Morneau, fjármálaráðherra, hundruð þúsunda dollara, jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna, í þóknanir fyrir fyrirlestra og ferðakostnað. Móðir Trudeau og bróður hafa fengið greiðslur frá samtökunum og eiginkona hans Sophie hefur unnið sem sendiherra fyrir þau. Málið hefur vakið reiði í Kanada og krefst stjórnarandstaðan þess að Morneau segi af sér. Siðanefnd rannsakar nú bæði Trudeau og Morneau, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Trudeau hefur þegar staðið af sér nokkur hneykslismál. Siðanefnd taldi Trudeau hafa brotið lög um hagsmunaárekstra þegar hann og aðstoðarmenn hans þrýsti ítrekað á þáverandi dómsmálaráðherra að gera sátt við SNC-Lavalin, stórt verktaka- og verkfræðifyrirtæki, sem var sakað um spillingu í fyrra. Í kosningabaráttunni í fyrra birtust myndir af Trudeau í grímubúningi þar sem hann hafði litað andlit sitt dökkt fyrir um tuttugu árum. Þá taldi siðanefnd hann sekan um frekari siðabrot árið 2018 þegar hann þáði boðsferð fyrir sig og fjölskyldu sína til einkaeyju auðkýfings á Bahamaeyjum.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sjá meira