Erlent

Grímuskylda tekin upp á Englandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Boris Johnson forsætisráðherra heilsar Marinu Marquis, yfirhjúkrunarfræðingi á Tollgate-sjúkrahúsinu í London, að COVID-sið. Nýjar reglur um grímuskyldu voru gefnar út fyrir England í gær.
Boris Johnson forsætisráðherra heilsar Marinu Marquis, yfirhjúkrunarfræðingi á Tollgate-sjúkrahúsinu í London, að COVID-sið. Nýjar reglur um grímuskyldu voru gefnar út fyrir England í gær. AP/Jeremy Selwyn

Viðskiptavinir verslana, banka og stórmarkaða þurfa nú að vera með grímu til að draga úr líkum á kórónuveirusmitum samkvæmt nýjum reglum sem hafa tekið gildi á Englandi. Allt að 17.000 króna sekt liggur við því ef fólk neitar að bera grímu.

Samkvæmt reglunum sem voru gefnar út í gær á fólk að gera ráð fyrir því að það þurfi að ganga með grímu þegar það heimsækir sjúkrahús, öldrunarheimili eða heilsugæslustöðvar. Undantekningar eru á reglunum fyrir veitingastaði, krár, líkamsræktarstöðvar og hárgreiðslustofur.

Reglurnar hafa verið umdeildar en breska ríkisstjórnin hefur dregið það um nokkurra vikna skeið að gefa þær út, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld segjast vonast til þess að samfélagslegur þrýstingur dugi til þess að fá fólk til að ganga með grímur og að ekki þurfi að grípa til þess að lögreglan sekti þá sem brjóta reglurnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×