Erlent

Skipa Banda­ríkja­mönnum að loka ræðis­skrif­stofu

Sylvía Hall og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Ræðisskrifstofa Bandaríkjanna í Kína. 
Ræðisskrifstofa Bandaríkjanna í Kína.  Vísir/Getty

Kínverjar hafa skipað Bandaríkjamönnum að loka ræðisskrifstofu sinni í kínversku borginni Chengdu, en spennan milli ríkjanna fer nú vaxandi dag frá degi.

Ákvörðun Kínverja er viðbragð við þeirri ákvörðun Bandaríkjamanna að loka ræðisskrifstofu Kínverja í Houston fyrr í vikunni, sem þeir sögðu vera gert til þess að fyrirbyggja njósnir og hugverkastuld. Að auki segja Bandaríkjamenn að vísindakona, sem eftirlýst er fyrir iðnaðarnjósnir, feli sig á ræðisskrifstofu Kínverja í San Francisco.

Konan sem nú er sögð fela sig á ræðisskrifstofunni heitir Juan Tang og stundaði líffræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla.

Bandaríkjamenn hafa sakað Kínverja um að senda dulbúna vísindamenn úr röðum kínverska hersins til Bandaríkjanna.

Ræðisskrifstofan í Chengdu var opnuð árið 1985 og þar starfa nú um 200 manns. Hún er talin mikilvæg pólitískt séð, ekki síst vegna nálægðar Chengdu við sjálfstjórnarsvæðið Tíbet.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×