Felur sig frá saksóknurum á ræðisskrifstofu Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2020 20:00 Bandaríkjamenn saka Kínverja um að senda dulbúna vísindamenn úr röðum kínverska hersins til Bandaríkjanna. Einn þeirra feli sig frá réttvísinni á ræðisskrifstofu Kína í San Francisco. Konan sem nú er sögð fela sig á ræðisskrifstofunni heitir Juan Tang og stusndaði líffræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla. Hún er sökuð um að vera í Bandaríkjunum á fölskum forsendum. Í dómsskjölum segir að hún hafi sagt alríkislögreglu ósatt við yfirheyrslu. Sagðist ekki hafa gegnt herþjónustu á meðan rannsókn lögreglu sýndi fram á hið gagnstæða. Í skjölunum segir að þetta mál sýni fram á að ræðisskrifstofan í San Francisco geti þjónað þeim tilgangi að skýla útsendurum kínverska hersins frá saksóknurum. Þá eru kínversk yfirvöld sömuleiðis sögð líkleg til þess að hjálpa ákærðum og eftirlýstum Kínverjum að flýja land. Þegar upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins var spurður út í málið í á blaðamannafundi í morgun tjáði hann sig ekki efnislega um það „Um nokkurt skeið hafa Bandaríkin fylgst náið með, áreitt og jafnvel handtekið kínverska náms- og fræðimenn í Bandaríkjunum án ástæðu. Þau eru álitin sek uns sakleysi er sannað,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Sjónir Bandaríkjamanna beinast ekki eingöngu að skrifstofunni í San Francisco en í gær var þeim tilmælum beint til Kínverja að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston. Sagði bandaríska utanríkisráðuneytið að slíkt væri nauðsynlegt til að fyrirbyggja njósnir og hugverkastuld. Bandaríkin Kína Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Bandaríkjamenn saka Kínverja um að senda dulbúna vísindamenn úr röðum kínverska hersins til Bandaríkjanna. Einn þeirra feli sig frá réttvísinni á ræðisskrifstofu Kína í San Francisco. Konan sem nú er sögð fela sig á ræðisskrifstofunni heitir Juan Tang og stusndaði líffræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla. Hún er sökuð um að vera í Bandaríkjunum á fölskum forsendum. Í dómsskjölum segir að hún hafi sagt alríkislögreglu ósatt við yfirheyrslu. Sagðist ekki hafa gegnt herþjónustu á meðan rannsókn lögreglu sýndi fram á hið gagnstæða. Í skjölunum segir að þetta mál sýni fram á að ræðisskrifstofan í San Francisco geti þjónað þeim tilgangi að skýla útsendurum kínverska hersins frá saksóknurum. Þá eru kínversk yfirvöld sömuleiðis sögð líkleg til þess að hjálpa ákærðum og eftirlýstum Kínverjum að flýja land. Þegar upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins var spurður út í málið í á blaðamannafundi í morgun tjáði hann sig ekki efnislega um það „Um nokkurt skeið hafa Bandaríkin fylgst náið með, áreitt og jafnvel handtekið kínverska náms- og fræðimenn í Bandaríkjunum án ástæðu. Þau eru álitin sek uns sakleysi er sannað,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Sjónir Bandaríkjamanna beinast ekki eingöngu að skrifstofunni í San Francisco en í gær var þeim tilmælum beint til Kínverja að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston. Sagði bandaríska utanríkisráðuneytið að slíkt væri nauðsynlegt til að fyrirbyggja njósnir og hugverkastuld.
Bandaríkin Kína Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent