Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 10:36 Ted Wheeler, borgarstjóri Portland, á mótmælunum í gærkvöldi. Hann og fleiri mótmælendur fengu yfir sig táragas frá alríkislögreglumönnum. AP/Karina Brown Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent