Íslenski boltinn

Mörkin og allt það helsta úr endurkomu Guðjóns

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leiknismenn fagna í gær.
Leiknismenn fagna í gær. vísir/skjáskot

Guðjón Þórðarson fékk enga draumabyrjun í íslenska boltanum er hann snéri aftur í fótboltann hér heima í gær er hann stýrði Víkingi Ólafsvík í fyrsta sinn.

Það er skemmt frá því að segja að Ólafsvíkingar töpuðu 5-0 fyrir Leikni á útivelli. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Vuk Oskar Dimitretvic og Sævari Atla Magnússyni.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson bættu við mörkum í síðari hálfleik og loktatölur 5-0.

Leiknir er á toppnum í Lengjudeildinni með sextán stig á meðan Víkingur Ó er í 10. sæti deildarinnar með sex stig.

Klippa: Leiknir - Víkingur Ó. 5-0


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.