Íslenski boltinn

Mörkin og allt það helsta úr endurkomu Guðjóns

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leiknismenn fagna í gær.
Leiknismenn fagna í gær. vísir/skjáskot

Guðjón Þórðarson fékk enga draumabyrjun í íslenska boltanum er hann snéri aftur í fótboltann hér heima í gær er hann stýrði Víkingi Ólafsvík í fyrsta sinn.

Það er skemmt frá því að segja að Ólafsvíkingar töpuðu 5-0 fyrir Leikni á útivelli. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Vuk Oskar Dimitretvic og Sævari Atla Magnússyni.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Sólon Breki Leifsson og Arnór Ingi Kristinsson bættu við mörkum í síðari hálfleik og loktatölur 5-0.

Leiknir er á toppnum í Lengjudeildinni með sextán stig á meðan Víkingur Ó er í 10. sæti deildarinnar með sex stig.

Klippa: Leiknir - Víkingur Ó. 5-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×