Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 22:43 Kim og Kanye eru hjón. Pierre Suu/Getty Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira
Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sjá meira