„Fordæmalaus stigmögnun“ í deilu Bandaríkjanna og Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2020 19:00 Kínversk stjórnvöld eru foxill eftir að Bandaríkjamenn skipuðu þeim að loka ræðisskrifstofu í borginni Houston. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun og sagði nauðsynlega til að fyrirbyggja njósnir hugverkastuld. Í gær hafði dómsmálaráðuneytið sakað Kínverja um að standa að tölvuárásum á tilraunastofur sem þróa nú bóluefni við kórónuveirunni. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir í málinu, sagðir hafa notið aðstoðar fulltrúa hins opinbera. „Við búumst við því að Kommúnistaflokkur Kína hagi sér á ákveðinn hátt. Þegar flokksmenn gera það ekki grípum við til aðgerða til verndar Bandaríkjamönnum, þjóðaröryggi, hagkerfis okkar og störfum,“ sagði Mike Pompeo, bandaríski utanríkisráðherrann. Ræðisskrifstofa Kínverja í Houston er ein af fimm sem þeir reka í landinu, til viðbótar við sendiráðið í Washington. Ekki liggur fyrir hvers vegna athygli Bandaríkjastjórnar beinist nú að Houston. „Að undanförnu hafa Bandaríkjamenn ítrekað skellt skuldinni á Kína, smánað ríkið og ráðist á okkar kerfi að ástæðulausu. Þannig skapa Bandaríkin mikil vandræði fyrir kínverska diplómata og ræðismenn,“ sagði Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjamenn hefðu í þokkabót áreitt kínverska námsmenn í landinu. Þá væri ákvörðunin um að loka ræðisskrifstofunni fordæmalaus stigmögnun í deilu ríkjanna. Slökkvilið var kallað að ræðisskrifstofunni í nótt vegna eldsvoða. Fólk náðist á myndband á lóðinni fyrir utan við að henda pappírum í logandi tunnur. Óljóst er hvaða pappíra var verið að brenna, hver brenndu þá og hvers vegna. Kína Bandaríkin Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru foxill eftir að Bandaríkjamenn skipuðu þeim að loka ræðisskrifstofu í borginni Houston. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun og sagði nauðsynlega til að fyrirbyggja njósnir hugverkastuld. Í gær hafði dómsmálaráðuneytið sakað Kínverja um að standa að tölvuárásum á tilraunastofur sem þróa nú bóluefni við kórónuveirunni. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir í málinu, sagðir hafa notið aðstoðar fulltrúa hins opinbera. „Við búumst við því að Kommúnistaflokkur Kína hagi sér á ákveðinn hátt. Þegar flokksmenn gera það ekki grípum við til aðgerða til verndar Bandaríkjamönnum, þjóðaröryggi, hagkerfis okkar og störfum,“ sagði Mike Pompeo, bandaríski utanríkisráðherrann. Ræðisskrifstofa Kínverja í Houston er ein af fimm sem þeir reka í landinu, til viðbótar við sendiráðið í Washington. Ekki liggur fyrir hvers vegna athygli Bandaríkjastjórnar beinist nú að Houston. „Að undanförnu hafa Bandaríkjamenn ítrekað skellt skuldinni á Kína, smánað ríkið og ráðist á okkar kerfi að ástæðulausu. Þannig skapa Bandaríkin mikil vandræði fyrir kínverska diplómata og ræðismenn,“ sagði Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjamenn hefðu í þokkabót áreitt kínverska námsmenn í landinu. Þá væri ákvörðunin um að loka ræðisskrifstofunni fordæmalaus stigmögnun í deilu ríkjanna. Slökkvilið var kallað að ræðisskrifstofunni í nótt vegna eldsvoða. Fólk náðist á myndband á lóðinni fyrir utan við að henda pappírum í logandi tunnur. Óljóst er hvaða pappíra var verið að brenna, hver brenndu þá og hvers vegna.
Kína Bandaríkin Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sjá meira