Enski boltinn

Gylfi Þór hrósaði Richarlison í hástert eftir sigur Everton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór átti góðan leik fyrir Everton í kvöld og lagði upp sigurmarkið ásamt því að bera fyrirliðabandið.
Gylfi Þór átti góðan leik fyrir Everton í kvöld og lagði upp sigurmarkið ásamt því að bera fyrirliðabandið. Michael Regan/Getty Images

Gylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðaband Everton í kvöld ásamt því að leggja upp sigurmarkið í 1-0 sigri liðsins á Sheffield United í fyrr í kvöld. Gylfi Þór spilaði 87. mínútur í leiknum og mætti í viðtali hjá Amazon Prime að leik loknum.

„Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum alveg að þetta yrði erfitt. Mér fannst við samt spila mjög vel. Sérstaklega miðverðirnir okkar, þeir voru stórkostlegir. Skölluðu endalaust magn af boltum í burtu,“ sagði Gylfi Þór að leik loknum.

„Markið okkar kom aðallega vegna hlaupsins sem Richarlison tók og hversu vel hann hitti boltann með höfðinu. Hvernig honum tókst að stýra boltanum í netið var magnað,“ sagði Gylfi um sigurmark hins brasilíska Richarlison.

Leikmenn Everton fagna því sem reyndist svo vera sigurmark leiksins.Peter Powell/Getty Images

Að lokum var Gylfi spurður út í ungu leikmennina sem hafa fengið tækifæri í Everton-liðinu undanfarið en Jarrad Brainthwaite var til að mynda í byrjunarliðinu í kvöld og Anthony Gordon kom inn af bekknum. Þeir eru báðir fæddir á þessari öld.

„Ungu strákarnir sem hafa verið að spila undanfarið hafa staðið sig mjög vel og vonandi eiga þeir framtíðina fyrir sér hjá félaginu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×