Löppin blá og marin: „Þetta var glórulaus tækling“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 14:04 Hulda Hrund Arnarsdóttir fékk vænt högg á fótinn í leik gegn Val í síðustu viku. mynd/samsett „Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
„Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira