Arnar: Finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var glæsilegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára „Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 6-2 stórsigur gegn ÍA í gærkvöld. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sóknirnar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 6-2 stórsigur gegn ÍA í gærkvöld. „Við stilltum upp mjög ungu liði í dag. Tveir átján ára guttar byrjuðu inn á í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Skagamenn voru að koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust.“ „Við þurftum að mæta þeim af hörku frá byrjun. Mér fannst við leggja grunninn að mörkunum í síðari hálfleik með fyrri hálfleiknum. Við létum boltann ganga vel og það er erfitt að spila á móti liði sem heldur bolta jafna vel og við gerum þegar við erum á okkar degi.“ „Við þreyttum þá verulega og sex mörk. Ég var mjög óánægður með frammistöðuna í síðasta leik gegn HK en sigurinn var alltaf sætur. Það er alltaf sætt að fá þrjú stig.“ „Við þurftum að bæta við og þurftum að vera fjölbreyttari. Við þurftum meiri hreyfanleika og fleiri sendingar inn fyrir. Mér fannst það takast mjög vel.“ Nikolaj Hansen heldur áfram að gera góða hluti í liði Víkings og Arnar er ánægður með framlag þess danska. „Hann er ofboðslega drjúgur fyrir okkur. Þann tíma sem ég hef verið hér í Víkinni, bæði sem aðstoðarþjálfari hjá Loga og í fyrra, hefur hann verið drjúgur. Hann er vanmetinn leikmaður. Hann vinnur sín návígi og tengir vel spilið okkar.“ „Ég veit ekki hversu oft hann tekur boltann niður og hefur sóknirnar okkar. Hann leysir pressuna vel og er duglegur. Hann hefur ekki verið í nægilega góðu standi eftir veturinn og COVID en hann fékk 70 mínútur síðast og 70-80 mínútur núna svo hann er að bæta formið.“ Víkingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og næst bíður lið Gróttu. Hvernig sér Arnar framhaldið? „Það er Grótta næst sem er að berjast fyrir lífi og dauða, eins og við. Þetta er hrikalega erfið deild og hver leikur er stríð. Til að vera nálægt titilbaráttu þarftu að vera með gæði, mómentum og smá heppni.“ „Mér finnst eins og KR og Stjarnan hafi þessa þrjá hluti núna. Við höfum gæðin en þurfum smá heppni og nýta okkur mómentið sem við erum með núna. Búnir að vinna tvo leiki í röð og við þurfum að virða það sem við höfum gert vel í þessum sigurleikjum og nýta okkur það í næsta leik,“ sagði Arnar.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Jóhannes Karl: Algjörlega á mína ábyrgð hvernig síðari hálfleikurinn fór „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera þokkalegur. Við gefum klaufalegt víti sem kemur þeim inn í leikinn en fyrri hálfleikurinn var allt í lagi. Ég var þokkalega sáttur við hann,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 6-2 tapið gegn Víkingi í kvöld. 19. júlí 2020 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - ÍA 6-2 | Heimamenn buðu upp á sýningu Átta mörk litu dagsins ljós er Skagamenn töpuðu 6-2 fyrir Víkingi. Þetta var fyrsti tapleikur ÍA í þrjár vikur. 19. júlí 2020 22:00