Erlent

Fjar­lægðu tíst vegna höfunda­réttar Linkin Park

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AP

Twitter fjarlægði færslu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti frá samfélagsmiðlastjóra Hvíta hússins eftir höfundaréttarkröfu. Í myndbandinu mátti heyra lag með hljómsveitinni Linkin Park og var það umboðsfyrirtækið Machine Shop Entertainment.

Umboðsfyrirtækið er í eigu hljómsveitarinnar að því er fram kemur í frétt Reuters um málið og því líklegt að hljómsveitin sjálf hafi tilkynnt notkun lagsins.

Skjáskot/Twitter

Í yfirlýsingu frá Twitter segir fyrirtækið að það bregðist við tilkynningum um brot á höfundarrétti ef kvörtun berst frá rétthafa. Hvíta húsið svaraði ekki fyrirspurnum Reuters um málið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samfélagsmiðillinn þarf að fjarlægja eða setja fyrirvara við færslur frá Trump eða starfsfólki hans. Í maí síðastliðnum hótaði forsetinn meira að segja að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá eftir að Twitter setti fyrirvara við tíst hans um meint kosningasvik.

Sakaði Trump samfélagsmiðla um að þagga niður í íhaldsfólki og það væri ekki í fyrsta sinn. Sagði hann fyrirtækin hafa hagað sér með sambærilegum hætti árið 2016 en það hafi ekki tekist í það skiptið.

„Við munum setja strangar reglur eða loka þeim áður en við leyfum þessu að gerast,“ sagði Trump um meinta aðför samfélagsmiðla gegn íhaldsfólki.


Tengdar fréttir

Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag.

Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar

Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.