„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 12:59 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, fordæmir afskipti Rússa af bresku lýðræði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað. Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað.
Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira