Heiðursdoktorinn kom Man. Utd á bragðið í nauðsynlegum sigri

Marcus Rashford fagnar marki sínu gegn Crystal Palace.
Marcus Rashford fagnar marki sínu gegn Crystal Palace. VÍSIR/GETTY

Manchester United vann Crystal Palace á útivelli í kvöld, 2-0, og jafnaði þar með Leicester að stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

United og Leicester eru með 62 stig hvort, stigi á eftir Chelsea sem eru í 3. sæti. Í lokaumferðinni mætast Leicester og United á heimavelli Leicester, sem er með þremur mörkum betri markatölu en United. Áður en að því kemur mætir Leicester liði Tottenham á útivelli en United tekur á móti West Ham.

Heiðursdoktorinn Marcus Rashford kom United yfir í lok fyrri hálfleiks gegn Palace í kvöld, skömmu eftir að heimamenn höfðu viljað fá vítaspyrnu. Palace virtist svo hafa jafnað metin snemma í seinni hálfleik en mark Jordan Ayew var dæmt af í gegnum VAR, vegna mjög tæprar rangstöðu. Anthony Martial skoraði seinna mark United korteri fyrir leikslok, eftir undirbúning Bruno Fernandes og Rashford.

Southampton og Brighton gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik kvöldsins. Danny Ings jafnaði metin um miðjan seinni hálfleik eftir að Neal Maupay hafði komið Brighton yfir á 17. mínútu. Southampton er með 46 stig í 12. sæti en Brighton með 37 stig í 16. sæti, nú sex stigum frá fallsæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira