Trump breytir umhverfisverndarlöggjöf til að hraða framkvæmdum Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 07:28 Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að gera breytingar á löggjöf sem staðfest var af Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1970. Löggjöfin skyldar ríkisstofnanir til þess að eiga samráð við almenning áður en ráðist er í framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Forsetinn sagði breytingarnar vera tímamótaskref sem myndu jafnframt leiða til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum í stórum innviðauppbyggingum. Sagði hann landsmenn mega búast við betri vegum og hraðbrautum vegna þeirra. „Við erum að endurheimta stolta arfleið Bandaríkjanna, að vera land sem kemur hlutum í verk,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Kerfið fór í taugarnar á honum Með breytingunum er tímaramminn fyrir athugasemdir styttur og mun matsferlið vera tvö ár eða minna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðun forsetans hefur verið gagnrýnd og hefur verið bent á að með þessu sé verið að stórauka hættuna á mengandi framkvæmdum og minna gegnsæi. Forsetinn segir þó breytingarnar vera framfaraskref í átt að nútímalegra matsferli á umhverfisáhrifum. Ferlið sem hafi áður verið í gildi hafi verið „fáránlegt“ og hann hafi upplifað það sem stærstu hindrunina þegar ráðist var í framkvæmdir. „Með þeim breytingum sem við erum að gera eru tvö ár ekki undantekningin, þau verða reglan. Þetta mun minnka samþykktarferli fyrir hraðbrautir um 70 prósent,“ sagði forsetinn. Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að gera breytingar á löggjöf sem staðfest var af Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, árið 1970. Löggjöfin skyldar ríkisstofnanir til þess að eiga samráð við almenning áður en ráðist er í framkvæmdir sem gætu haft áhrif á umhverfið. Forsetinn sagði breytingarnar vera tímamótaskref sem myndu jafnframt leiða til þess að hægt væri að flýta framkvæmdum í stórum innviðauppbyggingum. Sagði hann landsmenn mega búast við betri vegum og hraðbrautum vegna þeirra. „Við erum að endurheimta stolta arfleið Bandaríkjanna, að vera land sem kemur hlutum í verk,“ sagði forsetinn þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Kerfið fór í taugarnar á honum Með breytingunum er tímaramminn fyrir athugasemdir styttur og mun matsferlið vera tvö ár eða minna, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Ákvörðun forsetans hefur verið gagnrýnd og hefur verið bent á að með þessu sé verið að stórauka hættuna á mengandi framkvæmdum og minna gegnsæi. Forsetinn segir þó breytingarnar vera framfaraskref í átt að nútímalegra matsferli á umhverfisáhrifum. Ferlið sem hafi áður verið í gildi hafi verið „fáránlegt“ og hann hafi upplifað það sem stærstu hindrunina þegar ráðist var í framkvæmdir. „Með þeim breytingum sem við erum að gera eru tvö ár ekki undantekningin, þau verða reglan. Þetta mun minnka samþykktarferli fyrir hraðbrautir um 70 prósent,“ sagði forsetinn.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04