Íslenski boltinn

Arnar Grétarsson tekinn við KA

Ísak Hallmundarson skrifar
Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn til KA.
Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn til KA. vísir/stefán

Arnar Grétarsson hefur verið ráðinn þjálfari KA í Pepsi Max deild karla. Þetta hefur verið staðfest á vef KA.

KA hefur samið við Arnar Grétarsson um að taka við sem þjálfari liðsins í Pepsi Max deild karla. Samningurinn við Arnar gildir út keppnistímabilið.

Eins og fram kom á heimasíðu félagsins í dag hefur stjórn knattspyrnudeildar komist að samkomulagi við Óla Stefán Flóventsson um starfslok.

Arnar Grétarsson er knattspyrnuáhugamönnum kunnugur. Hann lék lengi vel sem atvinnumaður, bæði í Grikklandi og Belgíu og hann hefur einnig leikið 72 landsleiki fyrir Íslands hönd. Sem þjálfari hefur hann stýrt Breiðablik hér á landi og KSV Roeselare í Belgíu.

Aðrar breytingar verða ekki á þjálfarateyminu en fyrir í því eru þeir Hallgrímur Jónasson, Pétur Kristjánsson, Branislav Radakovic og Halldór Hermann Jónsson.

Næsti leikur KA er gegn Gróttu á laugardaginn kl. 16:00 á Greifavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×