Segist sakna leiftrandi sóknarleiks hjá FH Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 14:00 FH-ingar töpuðu fyrir Fylki 1-2 á heimavelli í Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar veltu fyrir sér döpru gengi FH og stöðu Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH. „Formaðurinn hlýtur að vera svekktur ef hann lét hann fá besta byrjunarlið landsins og hann nær ekki árangri, það er allavega sú pressa,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Máni Pétursson tók í sama streng. „Það er ekki spurning, ég held að ef hann nær ekki Evrópusæti getum við gengið að því vísu að Ólafur Kristjánsson verði ekki þjálfari FH á næsta ári. Ef þeir ná ekki í topp þrjá er alveg gefið mál að hann kveðji. En menn skulu aldrei útiloka að prófessorinn nái að snúa hlutunum við. Hann situr uppi með vörn sem er ekkert sérstaklega góð, þar eru vandamál FH-liðsins, fyrst og síðast. Gumma Kristjáns dæmið í miðverðinum hefur því miður ekki gengið, ekki enn sem komið er og staðreynd málsins er að Guðmann er alltaf meiddur. Ef þú vilt ekki vera að breyta til í einhverri línu þá er það í öftustu fjórum,“ sagði Máni. Sigurvin velti fyrir sér hvort vörnin væri aðalvandamál FH-inga. „En finnst þér vörnin vandamálið hjá FH? Það sem ég sakna mest úr FH er auðvitað bara sóknarleikurinn, þeir voru með leiftrandi sóknarleik þegar þeir voru sem bestir, voru ekki frægir fyrir varnarleik endilega. Þannig ég sakna þess helst að sjá þá ekki smella því það eru alveg gæði þarna. Lennon, einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hérna, Jónatan er rosalega spennandi, Daníel Hafsteinsson er mjög spennandi leikmaður, þannig það vantar einhverja töfra. Óli er að reyna að finna þetta, hann er búinn að reyna á þriðja ár að finna einhvern neista, þar sem þetta fer að smella. En þetta eru allt einhverjir fjórir, fimm einstaklingar að reyna að sýna sig og sanna,“ sagði Sigurvin. Alla umræðuna má sjá efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
FH-ingar töpuðu fyrir Fylki 1-2 á heimavelli í Pepsi Max deild karla á mánudaginn. Sérfræðingar Pepsi Max Stúkunnar veltu fyrir sér döpru gengi FH og stöðu Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH. „Formaðurinn hlýtur að vera svekktur ef hann lét hann fá besta byrjunarlið landsins og hann nær ekki árangri, það er allavega sú pressa,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Máni Pétursson tók í sama streng. „Það er ekki spurning, ég held að ef hann nær ekki Evrópusæti getum við gengið að því vísu að Ólafur Kristjánsson verði ekki þjálfari FH á næsta ári. Ef þeir ná ekki í topp þrjá er alveg gefið mál að hann kveðji. En menn skulu aldrei útiloka að prófessorinn nái að snúa hlutunum við. Hann situr uppi með vörn sem er ekkert sérstaklega góð, þar eru vandamál FH-liðsins, fyrst og síðast. Gumma Kristjáns dæmið í miðverðinum hefur því miður ekki gengið, ekki enn sem komið er og staðreynd málsins er að Guðmann er alltaf meiddur. Ef þú vilt ekki vera að breyta til í einhverri línu þá er það í öftustu fjórum,“ sagði Máni. Sigurvin velti fyrir sér hvort vörnin væri aðalvandamál FH-inga. „En finnst þér vörnin vandamálið hjá FH? Það sem ég sakna mest úr FH er auðvitað bara sóknarleikurinn, þeir voru með leiftrandi sóknarleik þegar þeir voru sem bestir, voru ekki frægir fyrir varnarleik endilega. Þannig ég sakna þess helst að sjá þá ekki smella því það eru alveg gæði þarna. Lennon, einn besti erlendi leikmaður sem hefur spilað hérna, Jónatan er rosalega spennandi, Daníel Hafsteinsson er mjög spennandi leikmaður, þannig það vantar einhverja töfra. Óli er að reyna að finna þetta, hann er búinn að reyna á þriðja ár að finna einhvern neista, þar sem þetta fer að smella. En þetta eru allt einhverjir fjórir, fimm einstaklingar að reyna að sýna sig og sanna,“ sagði Sigurvin. Alla umræðuna má sjá efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira