Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 10:17 Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. Stöð 2/Einar Árnason. Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48