Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 10:17 Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. Stöð 2/Einar Árnason. Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent