Skipuleggja nýtt hverfi handan Skaftár við Kirkjubæjarklaustur Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 10:17 Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. Stöð 2/Einar Árnason. Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Nýtt hverfi fyrir fjörutíu íbúðir er í undirbúningi við Kirkjubæjarklaustur ásamt gestastofu og nýsköpunarsetri. Eigendur Hótels Klausturs standa að verkefninu en þeir segja mikinn húsnæðisskort á svæðinu. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Fyrir sextíu árum eða svo var Reykjavík orðin svo stór að menn sáu ekki annan kost en að fara út fyrir Elliðaár með að skipuleggja ný íbúðahverfi. Núna virðist hið sama vera að gerast á Kirkjubæjarklaustri, - nema þar heitir áin Skaftá sem menn eru að hugsa um að fara yfir. Nýja íbúðahverfið er skipulagt austan Skaftár, í landi Hæðargarðs.Teikning/ASK arkitektar. Svæðið er í landi Hæðargarðs, skammt frá gatnamótum hringvegarins og Landbrotsvegar. Þar vilja eigendur Hótels Klausturs reisa gestastofu en einnig nýtt íbúðahverfi. „Hér er náttúrlega alveg frábært útsýni og falleg kvöldsól – og sól fram eftir degi. Þannig að hér verður mjög gott að búa,“ segir Sveinn H. Jensson, hótelstjóri á Hótel Klaustri. 740 fermetra gestastofa verður stærsta byggingin í nýja hverfinu.Mynd/ASK arkitektar. Sveinn segir að húsnæðisskortur hafi verið viðvarandi á Klaustri en þar búa núna um 150 manns. „Við erum að áætla að bara fyrir okkar fyrirtæki, ef gott á að vera, þá þurfum við einar 20-30 íbúðir.“ 120 manna veitingasalur verður í gestastofunni með útsýni til Systrafoss og Kirkjubæjarklausturs.Mynd/ASK arkitekar. Og gera ráð fyrir lóðum undir 40 íbúðir sem einkum verða hugsaðar sem fyrstu kaup ungs fólks. „Þannig að íbúðirnar eru allt frá 70 til 120 fermetrar. Tiltölulega einfaldar og hagkvæmar í byggingu. Þannig að íbúðaverðið er ekkert hátt. Já, það verður mjög hagkvæmt fyrir ungt fólk að koma inn á svæðið og flytja inn,“ segir Sveinn. Stærsta byggingin verður þó 740 fermetra gestastofa með 120 manna veitingasal og kvikmyndasal þar sem heimildarmyndin Eldmessa verður látin rúlla á breiðtjaldi ásamt fleiri myndum sem tengjast héraðinu. Stuttmyndin Eldmessa, sem Hótel Klaustur kom að, verður sýnd í sal gestastofunnar.Mynd/ASK arkitektar. Gestastofunni er einnig ætlað að hýsa nýsköpunar- og þróunarsetur, í því skyni að laða að hæfileikaríkt fólk, að sögn Sveins. Klaustursmenn stefna að því að byrja sem fyrst eða um leið og aðstæður leyfa. „Við ætlum bara að bíða af okkur.. sem sagt covid og klára deiliskipulagið. Og þá munum við hefjast handa,“ segir hótelstjóri Klausturs. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Skipulag Tengdar fréttir Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09 Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49 Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Oddvitinn segir dásamlegt að sjá Íslendinga ferðast innanlands Ferðaþjónustan í Skaftárhreppi fékk á sig stóran skell, milli 30 og 40 prósent atvinnuleysi, þegar ferðamennirnir hættu að koma vegna kórónufaraldursins. Markmið ferðaþjónustunnar þar er núna að komast í gegnum árið. 2. júlí 2020 23:09
Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps. 9. júlí 2020 21:49
Skóflustunga tekin að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók á sunnudag fyrstu skóflustungu að nýrri gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs sem mun rísa við Sönghól í landi Hæðargarðs sunnan Skaft 9. júní 2020 09:48