Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2020 21:49 Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta-hótels, við gamla bæjarstæði Orustustaða í jaðri Brunahrauns, eystri álmu Skaftáreldahrauns, sem rann árið 1783. Fjær sjást Lómagnúpur, Skeiðarárjökull og Öræfajökull. Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps, með allt að 150 starfsmenn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Orustustaðir eru á Brunasandi í Fljótshverfi, á fáförnum slóðum um sjö kílómetra neðan við Orustuhól. Hreiðar byrjaði í vetur á vegagerð og fyrir tveimur mánuðum, í byrjun maímánaðar, hóf hann smíði fyrstu bygginganna. Byrjað er að grafa fyrir vatnagarði sem verður liður í afþreyingarþjónustu hótelsins. Fjær rís starfsmanna- og skrifstofuhúsið.Stöð 2/Einar Árnason. „Við erum að byggja núna aðstöðu, skrifstofuhúsnæði, og fyrir starfsmenn, - fyrir svona samtals 120-150 manns, - það er framtíðarhúsnæði. Og síðan fer hótelframkvæmdin af stað. Það er ekki alveg ákveðið.. stærðir,“ segir Hreiðar. Gangi áformin eftir verður þetta stærsti vinnustaður héraðsins. „Langstærstur, já. Það er gefið.“ Í stofunni í íbúðarhúsinu sem Hreiðar er að byggja á Orustustöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar keypti eyðijörðina Orustustaði fyrir sjö árum og er svo hrifinn af svæðinu að hann er byrjaður að reisa sér íbúðarhús þar sem hann hyggst eiga lögheimili. Þaðan blasir fjallahringurinn við, allt frá Mýrdalsjökli í vestri til Lómagnúps, Skeiðarárjökuls og Öræfajökuls í austri. „Og þetta er stutt í allt. Inn í Laka og austur í Jökulsárlón og austur að Höfn.“ Hann stefnir á tvöhundruð herbergja hótel með 15 þúsund fermetra byggingum. Fyrstu skissur að glerbyggingu liggja fyrir með útsýni til allra átta. Teikningar af Stracta-hótelinu sem fyrirhugað er að reisa á Orustustöðum. Það verður fjögurra hæða en með fimmtu hæðina í miðjuhringnum.Mynd/Stracta-hótel. En þetta verður ekki bara hótel heldur er stefnt á fjölbreytta afþreyingarþjónustu, meðal annars í hestamennsku og í kringum vatnagarð sem byrjað er að grafa. „Náttúrlega er manni tjáð það að þetta sé vitlaus tími og eitthvað svona sko. En ég tel að hann sé alveg hárréttur núna. Því ég myndi aldrei byggja venjulegt hótel í dag á Íslandi. Því það er svo allt önnur þörf sem þú ert að tala um núna heldur en var fyrir nokkrum árum síðan.“ Hann segir að öll áherslan verði á græna, sjálfbæra ferðamennsku, svo sem með skógrækt sem kolefnisjafni gestina. Hreiðar stefnir að því að flytja lögheimili sitt á Orustustaði þegar íbúðarhúsið verður tilbúið.Stöð 2/Einar Árnason. Hreiðar segir fyrst þurfa að ljúka hönnun hótelsins og fjármögnun og þegar það sé klárt líði 24 mánuðir þar til hótelið verði opnað. Hann vinnur að því að fá fjárfesta með sér í verkefnið en vill ekki nefna opnunardag. „Það er svo vont þegar maður er rukkaður um eitthvað sem maður getur ekki staðið við. Þannig að ég verð að láta þig vita eftir soldinn tíma,“ segir hann og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Um land allt Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda