Enski boltinn

Jón Daði og fé­lagar eygja enn von á úr­­vals­­deildar­­sæti | Wigan skoraði sjö í fyrri hálf­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Daði í leik gegn Bristol fyrr á tímabilinu.
Jón Daði í leik gegn Bristol fyrr á tímabilinu. vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall eiga enn möguleika á því að spila í umspilinu um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-0 sigur á Blackburn í dag.

Millwall er eftir sigurinn í sjöunda sæti deildarinnar með 65 stig, tveimur stigum á eftir Cardiff sem er í 6. sætinu, en liðin í þriðja til sjötta sætinu fara í umspil um eitt laust sæti í deild þeirra bestu.

Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Mason Bennett á 20. mínútu en Jón Daði kom inn á sem varamaður á 69. mínútu hjá Millwall eftir að hafa ekki verið í hópnum hjá liðinu í leikjunum fimm þar á undan.

Önnur úrslit í ensku B-deildinni voru þau að Wigan gerði sér lítið fyrir og skoraði átta gegn Hull City. Lokatölur 8-0 en Wigan var 7-0 yfir í hálfleik.

WBA og Fulham gerðu markalaust jafntefli. WBA áfram í 2. sætinu með 82 stig, fjórum stigum á undan Brentford sem á leik til góða, en Fulham er í 4. sætinu með 77 stig.

Cardiff vann 2-1 sigur á Derby County og er í 6. sætinu en Luton og QPR sem og Sheffield Wednesday og Huddersfield gerðu jafntefli.

Úrslit dagsins:

WBA - Fulham 0-0

Reading - Middlesbrough 1-2

Wigan - Hull 8-0

Cardiff - Derby 2-1

Luton - QPR 1-1

Millwall - Blackburn 1-0

Sheffield Wednesday - Huddersfield 0-0
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.