Klopp óskaði heljarmenninu hjá Wycombe til hamingju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2020 11:00 Adebayo Akinfenwa og Gareth Ainsworth, knattspyrnustjóri Wycombe Wanderers, eftir sigurinn á Oxford United í gær. getty/Andrew Kearns Adebayo Akinfenwa, framherjinn stóri og stæðilegi, var í skýjunum eftir að Wycombe Wanderers tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Oxford United í gær. Akinfenwa óð á súðum í viðtali við Sky Sports eftir leikinn þar sem hann gat ekki leynt gleði sinni. - "Tell me what we did!? I don't think they heard you at the back!"@daRealAkinfenwa helped Wycombe into the Championship for the first time in their 133-year history, last night.Match report and highlights: https://t.co/B03FIn1rdWpic.twitter.com/mTL3D74CdS— Sky Sports (@SkySports) July 14, 2020 Þar hvatti Akinfenwa m.a. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til að senda sér skilaboð. Og að sjálfsögðu gerði Þjóðverjinn það. „Halló, stóri maður. Til hamingju. Ég horfði á leikinn en sá ekki viðtalið eftir hann. Hendo [Jordan Henderson] og strákarnir sögðu mér að hafa samband við þig á WhatsApp,“ sagði Klopp í skilaboðunum sem Akinfenwa deildi á Twitter. „Til hamingju! Ég er nokkuð viss um að þú hefur alltaf viljað vera a.m.k. B-deildarleikmaður og nú hefur það ræst. Vel gert. Frábær, frábær sigur. Jafnvel á þessum furðulegu tímum vona ég að þú fagnir við hæfi.“ Are u crazyyyyyyy the man, the myth, the legend sent me a Watsapp. Today can t get any better. Thank you Klopp #YNWA #Beast20 #BeastMode we did it #champHereWeCome pic.twitter.com/9RgiKZkYt2— daRealAAkinfenwa (@daRealAkinfenwa) July 13, 2020 Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool og eftir að liðið varð Englandsmeistari mætti hann í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe. Og var sektaður fyrir það. Fyrir fjórum árum mætti Akinfenwa í viðtal eftir að Wimbledon tryggði sér sæti í C-deildinni og sagðist vera atvinnulaus og hvatti stjóra til að hafa samband við sig á WhatsApp. Hann fór til Wycombe og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku B-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu þess. Samningur Akinfenwas við Wycombe er að renna út og óvíst hvað tekur við hjá þessum skemmtilega framherja. Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira
Adebayo Akinfenwa, framherjinn stóri og stæðilegi, var í skýjunum eftir að Wycombe Wanderers tryggði sér sæti í ensku B-deildinni í fyrsta sinn með 2-1 sigri á Oxford United í gær. Akinfenwa óð á súðum í viðtali við Sky Sports eftir leikinn þar sem hann gat ekki leynt gleði sinni. - "Tell me what we did!? I don't think they heard you at the back!"@daRealAkinfenwa helped Wycombe into the Championship for the first time in their 133-year history, last night.Match report and highlights: https://t.co/B03FIn1rdWpic.twitter.com/mTL3D74CdS— Sky Sports (@SkySports) July 14, 2020 Þar hvatti Akinfenwa m.a. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til að senda sér skilaboð. Og að sjálfsögðu gerði Þjóðverjinn það. „Halló, stóri maður. Til hamingju. Ég horfði á leikinn en sá ekki viðtalið eftir hann. Hendo [Jordan Henderson] og strákarnir sögðu mér að hafa samband við þig á WhatsApp,“ sagði Klopp í skilaboðunum sem Akinfenwa deildi á Twitter. „Til hamingju! Ég er nokkuð viss um að þú hefur alltaf viljað vera a.m.k. B-deildarleikmaður og nú hefur það ræst. Vel gert. Frábær, frábær sigur. Jafnvel á þessum furðulegu tímum vona ég að þú fagnir við hæfi.“ Are u crazyyyyyyy the man, the myth, the legend sent me a Watsapp. Today can t get any better. Thank you Klopp #YNWA #Beast20 #BeastMode we did it #champHereWeCome pic.twitter.com/9RgiKZkYt2— daRealAAkinfenwa (@daRealAkinfenwa) July 13, 2020 Akinfenwa er mikill stuðningsmaður Liverpool og eftir að liðið varð Englandsmeistari mætti hann í Liverpool-treyju á æfingu Wycombe. Og var sektaður fyrir það. Fyrir fjórum árum mætti Akinfenwa í viðtal eftir að Wimbledon tryggði sér sæti í C-deildinni og sagðist vera atvinnulaus og hvatti stjóra til að hafa samband við sig á WhatsApp. Hann fór til Wycombe og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku B-deildina í fyrsta sinn í 133 ára sögu þess. Samningur Akinfenwas við Wycombe er að renna út og óvíst hvað tekur við hjá þessum skemmtilega framherja.
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira