Andy Robertson enn harður á því að Jóhann Berg hafi brotið á honum og gagnrýnir VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:00 Andy Robertson fellur hér eftir tæklinguna frá Jóhanni Berg Guðmundssyni og kallar strax eftir víti. Getty/Phil Noble Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því. Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Liverpool tapaði sínum fyrstu stigum á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley. Fram að leiknum var Liverpool liðið búið að vinna alla sautján deildarleikina á Anfield á leiktíðinni. Bakvörðurinn Andy Robertson kom mikið við sögu í leiknum því hann kom Liverpool í 1-0 í fyrri hálfleik með laglegu skallamarki og vild síðan fá víti á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson í þeim síðari. Robertson segist enn vera á klóra sér í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti en skoski landsliðsfyrirliðinn segir þetta langt frá því að vera það eina sem Varsjáin hefur klikkað á að undanförnu. Andrew Robertson was left seething after Burnley draw... https://t.co/F3NYsFDP0C— TEAMtalk (@TEAMtalk) July 14, 2020 „Bara í síðustu viku hafa verið fjórar eða fimm ákvarðanir sem áttu að fara öðruvísi og ég held að margir fótboltaáhugamenn séu sammála mér um það,“ sagði Andy Robertson. „Ég held að dómararnir treysti orðið á VAR en þegar Varsjáin er ekki að breyta neinum ákvörðunum þá erum við í fastir í limbói. Ég væri meira til í því að sleppa því og leyfa dómurunum bara að dæma. Ef dómarinn dæmir þá segir þú: Allt í lagi hann sá þetta öðruvísi,“ sagði Andy Robertson og bætti við. „Staðreyndin er að við erum með 40 myndavélar og 40 mismunandi sjónarhorn. Þessar ákvarðanir eiga því að vera réttar,“ sagði Andy Robertson. „Ég er enn harður á því að þetta var röng ákvörðun. Ég hef auðvitað séð myndbandið og ég átti aldrei að segja það sem ég sagði. Þetta var hins vegar pressuleikur og tilfinningarnar voru miklar,“ sagði Robertson. „Ég ræddi við dómarana í leikmannagöngunum eftir leikinn og hann útskýrði fyrir mér hvað hann sá. Ég ber virðingu fyrir því enda bjóða ekki allir dómarar upp á það. Það breytir þó ekki því að ég tel ennþá að hann hafi haft rangt fyrir sér og að þetta hafi verið víti,“ sagði Robertson. „Að mínu mati fengið við VAR inn til að taka á svona hlutum. Ég klóra mér enn í hausnum yfir því hvernig þetta gat ekki verið víti,“ sagði Robertson. Jóhann Berg Guðmundsson tæklaði Andy Robertson þarna innan teigs en margir hafa bent á það að íslenski landsliðsmaðurinn fór fyrst í boltann. Hvort það sé nóg til að komast upp með að taka síðan manninn er allt önnur saga og Andy Robertson er ekki á því.
Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira