Íslenski boltinn

Sjáðu eitt skrautlegasta mark sumarins í Kórnum og markaveisluna sem Skagamenn buðu til á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Jónsson skoraði tvö mörk á Seltjarnarnesinu.
Viktor Jónsson skoraði tvö mörk á Seltjarnarnesinu. vísir/hag

Sex mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í Pepsi Max-deild karla í gær. Leikirnir unnust báðir á útivelli.

Eftir tvö töp í röð vann Víkingur HK með tveimur mörkum gegn engu. HK-ingar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum í Kórnum á þessu tímabili.

Viktor Örlygur Andrason kom Víkingi yfir á 26. mínútu með afar skrautlegu marki. Sigurður Hrannar Björnsson, markvörður HK, misreiknaði þá aukaspyrnu Viktors all svakalega og boltinn endaði í fjærhorninu.

Á 65. mínútu kom Óttar Magnús Karlsson gestunum í 0-2 með föstu skoti í stöng og inn. Þetta var sjötta mark hans í sumar en hann er markahæstur í Pepsi Max-deildinni ásamt Dönunum Patrick Pedersen og Thomas Mikkelsen.

ÍA gerði góða ferð á Seltjarnarnesið og vann 0-4 sigur á nýliðum Gróttu. Öll mörkin komu á fyrstu 34 mínútum leiksins.

Viktor Jónsson kom Skagamönnum yfir á 4. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Halls Flosasonar. Á 13. mínútu jók Stefán Teitur Þórðarson muninn í 0-2 með sínu þriðja deildarmarki í sumar.

Fimm mínútum síðar var staðan orðin 0-3 eftir fyrsta mark Brynjars Snæs Pálssonar í efstu deild. Viktor skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark ÍA á 34. mínútu. Með sigrinum komust Skagamenn upp í 2. sæti deildarinnar.

Mörkin úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: HK - Víkingur 0-2
Klippa: Grótta - ÍA 0-4

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.